Efnilegur ungur knattspyrnumaður

Rúnar Þau leiðu mistök urðu við athöfn vegna kjörs íþróttamanns Borgarbyggðar fyrir nokkru að upplýsingar um knattspyrnumann Ungmennafélags Reykdæla féllu niður. Knattspyrnumaðurinn ungi heitir Rúnar Bergþórsson og býr í Húsafelli. Hann er 12 ára gamall og hefur æft knattspyrnu í 7 ár. Á síðasta ári æfði hann bæði hjá UMFR og Skallagrími. Þjálfari hans lýsir honum með þessum orðum: „Hann …

Vel heppnaður borgarafundur um einelti

Íbúar Borgarbyggðar fjölmenntu í Hjálmaklett þriðjudagskvöldið 19. mars þar sem haldinn var borgarafundur um einelti. Yfirskrift fundarins var „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ og það sýndi sig vel að íbúar Borgarbyggðar láta sig þetta mál varða. Ríflega 500 manns, íbúar á öllum aldri og alls staðar að úr sveitarfélaginu, vörðu saman kvöldinu og hlýddu á frábæra …

Það þarf heilt þorp til að ala upp barn

Borgarafundur um einelti og líðan barna verður haldinn í dag, þriðjudaginn 19. mars í Hjálmakletti í Borgarnesi og hefst kl. 18.00. Meðal fyrirlesaraeru Páll Óskar Hjámtýsson, Magnús Stefánsson frá Marita fræðslunni, Vilborg Guðnadóttir frá BUGL og Björn Rúnar Egilsson frá Heimili og skóla. Súpa og brauð verða á boðstólnum. Allir velkomir! Sjá auglýsingu hér.    

“Fræðslustjóri að láni”

Þann 14. mars síðastliðinn skrifuðu fulltrúar mannauðssjóðs Kjalar, Sveitarmenntar, Borgarbyggðar og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi undir samning um „Fræðslustjóra að láni“, en þetta er í fyrsta skiptið sem þessir starfsmenntasjóðir standa sameiginlega að formlegum samningi við sveitarfélag. Markmiðið með samningnum er að framkvæma þarfagreiningu fyrir fræðslu og í framhaldinu að gera heildstæða fræðsluáætlun fyrir starfsmenn sveitarfélagsins sem eiga aðild að Stéttarfélagi …

Skemmtileg smiðjuhelgi á Kleppjárnsreykjum

Smiðjuhelgi Grunnskóla Borgarfjarðar fór fram á Kleppjárnsreykjum um síðustu helgi og mikið var um dýrðir hjá nemendum unglingadeilda skólans. Krakkar af unglingastigi Laugagerðisskóla og Grunnskólans á Reykhólum tóku einnig þátt. Eftirtaldar smiðjur voru í boði: Körfubolti í umsjón Hilmars Guðjónssonar, skartgripagerð í umsjón Evu Lindar Jóhannsdóttur, reiðtygjagerð í umsjón Brynjólfs Guðmundssonar, matargerð í umsjón Bjarkar Harðardóttur, ljósmyndun í umsjón Kristínar …

Staða deildarstjóra við Hvanneyrardeild

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir Laus til umsóknar er staða deildarstjóra í Hvanneyrardeild GBF. Um er að ræða 100% starf. Stjórnunarhlutfall þess er 38% og 62% kennsluskylda. Umsóknarfrestur er til 18. mars næstkomandi. Kennaramenntun er áskilin og reynsla í stjórnun í grunnskóla. Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, í síma 430 -1500/847-9262. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið …

Stóðu sig vel í Lífshlaupinu

Grunnskólinn í Borgarnesi tók þátt í Lífsshlaupinu líkt og margir aðrir skólar og vinnustaðir. Byggir þátttakan á því að allir skrái hreyfingu sína í tilgreindan tíma, í þetta skiptið 14 daga. Skólinn varð í 3. sæti í sínum flokki og af öllum árgöngum skólans var 2. bekkur einna duglegastur að hreyfa sig. Myndin sem hér fylgir er af nemendum 2. …

Gleðivika á Klettaborg

Næsta vika verður Gleðivika á leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi. Lögð verður áhersla á litina og eitthvað öðruvísi en vant er, sérstakt og skemmtilegt verður gert á hverjum degi. Til að mynda fær hver vikudagur sinn lit og hlutverk, mánudagur verður t.d. gulur ævintýradagur og fimmtudagur verður ekki bara blár heldur verður allt í rugli líka! Dagskrá Gleðivikunar má sjá hér. …

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn fimmtudaginn 14. mars n.k. í fundarsal ráðhússins að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Dagskrá fundarins má sjá á heimasíðu Borgarbyggðar undir liðnum stjórnsýsla.