Tónlistarskólinn með hljóðfærakynningar

Í síðustu viku var Tónlistarskóli Borgarfjarðar með hljóðfærakynningar í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Kennarar og nemendur skólans fengu frábærar móttökur á öllum stöðum. Börn og fullorðnir virtust hafa gaman af og sérlega skemmtilegt var að sjá að börnin nutu þess að hlusta. Börnin fóru heim með kynningarpésa sem skólinn hefur fengið mjög góð viðbrögð við, en eins og fram …

Sagnakvöld í Safnahúsi Borgarfjarðar

Sagnakvöld Safnahúss Borgarfjarðar verður að þessu sinni haldið miðvikudaginn 13. nóvember. Í ár verður lesið upp úr tveimur bókum sem báðar tengjast Andakílnum, annars vegar Frá hestum til hestafla eftir Bjarna Guðmundsson safnamann á Hvanneyri og hins vegar bók Braga Þórðarsonar: Snorri á Fossum. Í lok dagskrár munu Bjarni og Snorri taka nokkur lög, en þeir eiga margháttað samsöngsafmæli um …

Starf leikskólakennara á Andabæ

Í leikskólanum Andabæ er laust starf leikskólakennara frá 2. janúar næstkomandi. Um 100% starf er að ræða. Allar nánari upplýsingar veitir Valdís Magnúsdóttir, leikskólastjóri í síma 437 0120 eða gegnum netfangið andabaer@borgarbyggd.is Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður ráðinn inn starfskraftur með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggdar eru karlar jafnt sem …

Vinaliðadansinn á Degi gegn einelti

                            Allir nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi komu saman í íþróttahúsinu á föstudaginn að dansa Vinaliðadansinn. Þessi „gjörningur“ var framinn í tilefni af Degi gegn einelti, sem haldinn var hátíðlegur um land allt. Um 340 manns dönsuðu vinaliðadansinn og settu trúlega „heimsmet í Borgarnesi“ en líklegt …

Sérkennari við Grunnskólann í Borgarnesi

Frá og með 2. janúar næstkomandi vantar sérkennara til starfa í unglingadeild við Grunnskólann í Borgarnesi. Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður grunnskóli með 289 nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn vinnur samkvæmt Uppbyggingarstefnunni, er Heilsueflandi grunnskóli og Grænfánaskóli. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og stöðugleiki er í starfsmannahaldi. Einkunnarorð skólans eru; sjálfstæði, ábyrgð, virðing og samhugur. …

Gerður Kristný í Snorrastofu

Í kvöld, mánudaginn 11. nóvember kl. 20.30, flytur Gerður Kristný rithöfundur erindi í Bókhlöðu Snorrastofu, sem hún nefnir „Arfur er þarfur. Vangaveltur um Íslendingasögur skrifaðar á servíettu, kaffimál og kálfskinn.“ Að venju verða kaffiveitingar og umræður að fyrirlestri loknum. Allir velkomnir!    

100 ár frá víglsu „gamla“ skólans í Borgarnesi

Í frímínútum á fimmta áratugnum                           Árið 1907 voru fræðslulög sett á Íslandi og tóku þau gildi ári seinna. Samkvæmt þeim var öllum 10 árum börnum skylt að sækja skóla í fjögur ár og áttu þau að vera orðin nokkurn veginn læs og skrifandi þegar þau hófu skólagönguna. …

Dagur gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn núna á föstudaginn. Í tengslum við baráttudaginn árið 2011 undirrituðu fulltrúar stjórnvalda, sveitarfélaga, félagasamtaka og opinberra stofnana Þjóðarsáttmála gegn einelti. Hægt er að undirrita hann rafrænt á heimasíðu verkefnisins www.gegneinelti.is. Fólk er hvatt til að kynna sér sáttmálann og undirrita hann. Þá hvetja …

Lítið heitt vatn í dag

Lágur þrýstingur verður á heita vatninu í Borgarbyggð og á Akranesi í dag, fimmtudaginn 7. nóvember frá klukkan 9.30 og fram á kvöld. Í tilkynningu frá OR segir að þetta sé vegna tenginga á aðveituæð Tímaáætlun gerir ráð fyrir að fullt rennsli verði komið á aðveituæðina um kl. 17.00 en verði tafir á verkinu getur það leitt til þess að …

Köttur í óskilum 2013-11-07

Borgarbyggð er með í vörslu sinni ómerktan kött sem afhentur var eftirlitmanni frá íbúa við Böðvargötu þar sem kötturinn hafði gert sig heimakominn undanfarið.   Þeir sem telja sig þekkja til kattarins á myndinni eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða í verktaka á vegum Borgarbyggðar í síma 892-5044.