Tónlistarskólinn með hljóðfærakynningar

nóvember 12, 2013
Í síðustu viku var Tónlistarskóli Borgarfjarðar með hljóðfærakynningar í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Kennarar og nemendur skólans fengu frábærar móttökur á öllum stöðum. Börn og fullorðnir virtust hafa gaman af og sérlega skemmtilegt var að sjá að börnin nutu þess að hlusta. Börnin fóru heim með kynningarpésa sem skólinn hefur fengið mjög góð viðbrögð við, en eins og fram kemur í pésanum er hægt að sækja um tónlistarnám hvenær ársins sem er. Hér má nálgast kynningarpésann.
Myndin er af blokkflautunemendum að leika í Þinghamri á Varmalandi.
 

Share: