20 ár frá stofnun fyrstu Borgarbyggðar

11. júní 2014 voru 20 ár síðan fyrsta sveitarfélagið með nafninu Borgarbyggð var stofnað. Það varð til við sameiningu sveitarfélaganna Borgarnesbæjar, Hraunhrepps, Stafholtstungnahrepps og Norðurárdalshrepps í júní 1994. Árið 1998 varð frekari sameining þegar þáverandi Borgarbyggð, Borgarhreppur, Álftaneshreppur og Þverárhlíðarhreppur sameinuðust undir heiti Borgarbyggðar. Sama ár sameinuðust sveitarfélögin Andakílshreppur, Lundarreykjadalshreppur, Reykholtsdalshreppur og Hálsahreppur í eitt sveitarfélag sem fékk nafnið Borgarfjarðarsveit. …

Brákarhlíð – opið hús á 17. júní

Ágætu íbúar á starfssvæði Brákarhlíðar og aðrir velunnarar heimilisins! Í tilefni af því að framkvæmdum við endurbætur er að ljúka verður opið hús í Brákarhlíð á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, frá kl. 16.00 og 18.00.Velkomið er að koma skoða heimilið. Stutt vígsluathöfn verður kl. 16.30. Að henni lokinni verður opið hús eins og áður sagði til kl. 18.00. Verið velkomin Heimilisfólk, …

Páll kveður leikskólana

  Páll Brynjarsson sveitarstjóri heimsótti leikskóla sveitarfélagsins í morgun og þakkaði fyrir samstarfið liðin ár. Börnin á Hnoðrabóli tíndu blóm í nágrenni leikskólans og færðu Páli þennan fallega blómvönd í kveðjuskyni. Myndina tók Sjöfn Vilhjálmsdóttir.  

Meirihluti myndaður og Kolfinna ráðin sveitarstjóri

Skrifað hefur verið undir meirihlutasamkomulag Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Borgarbyggð. Flokkarnir tveir eiga sex af níu fulltrúum í sveitarstjórn en Samfylking tvo og Vinstri grænir einn. Þá var tilkynnt að búið væri að ráða Kolfinnu Jóhannesdóttur í Norðtungu í starf sveitarstjóra. Kolfinna, sem nú er skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar, tekur við embættinu þann 1. ágúst næstkomandi.  

Óveruleg breyting á aðalskipulagi

Auglýsing Óveruleg breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar. Vatnsverndarsvæði í landi Varmalækjar, 311 Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 13. febrúar 2014, breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar vegna vatnsverndarsvæðis í landi Varmalækjar samkvæmt 2.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að vatnsverndarsvæði vatnsbóls í landi Varmalækjar minnkar. Fjarsvæði (VF”)verður eftir breytingu 167 ha í stað 189 ha og grannsvæði fer …

Til foreldra barna í 5.-7. bekk

Frá og með miðvikudeginum 4. júní verður íþróttahúsið í Borgarnesi opið fyrir krakka í 5. – 7. bekk frá kl. 12.30 – 14.30, virka daga. Þangað geta þau komið og leikið sér undir eftirliti starfsmanns Sumarfjörs. Krökkum í 5. – 7. bekk stendur einnig til boða að fara frítt í sund frá klukkan kl. 9.00 – 16.00 virka daga. Þessi …

Undirritunarhátíð í Brákarey á föstudag

Föstudaginn 6. júní 2014, kl. 17.00 munu Grímshúsfélagið og Borgarbyggð staðfesta samkomulag þess efnis að Grímshúsfélagið annist, í samráði við sveitarstjórn Borgarbyggðar, endurbyggingu Grímshúss í Brákarey. Við þetta tækifæri verður einnig undirritaður hönnunarsamningur Grímshúsfélagsins við Sigurstein Sigurðsson, arkitekt FAÍ og samningir við Eirík J. Ingólfsson ehf. um smíði glugga í húsið. Ennfremur mun Menningarráð Vesturlands afhenda félaginu styrk til þessa …

Tíuþúsundasta tréð gróðursett

                                Í flóanum ofan við Borg á Mýrum er skógræktarreitur Grunnskólans í Borgarnesi. Síðastliðinn miðvikudag voru nemendur tíunda bekkjar í gróðursetningarferð og þá gróðursetti Klara Ósk Kristinsdóttir formaður nemendafélags tíuþúsundasta tréð í reitinn. Viðstaddir voru Sigurður Pálsson fulltrúi Yrkju sjóðsins, Einar Gunnarsson frá Skógrækt ríkisins, …

Skólaslit grunnskóla og brautskráníng stúdenta

Grunnskóla Borgarfjarðar verður slitið miðvikudaginn 4. júní. Hvanneyrardeild, skólaslit kl. 10.00 á Hvanneyri. Varmalandsdeild, skólaslit kl. 12.00 í Þinghamri. Kleppjárnsreykjadeild, skólaslit kl. 14.00 í Reykholtskirkju.   Grunnskólanum í Borgarnesi verður slitið fimmtudaginn 5. júní. Kl. 10.00 – 12.00, 1.- 9. bekkur, skólaslit í grunnskólanum, leikir og grill. Kl. 17.00, 10. bekkur, skólaslit á Hótel Borgarnesi, kaffi og fínerí.   Menntaskóli …

Útstrikanir og breytingar á röð á framboðslistum í Borgarbyggð

Skv. lögum um kosningar til sveitarstjórna geta kjósendur breytt nafnaröð á þeim lista sem þeir kjósa eða strikað yfir nafn frambjóðanda ef kjósandinn vill hafna þeim frambjóðanda. Við sveitarstjórnarkosningarnar í Borgarbyggð 31. maí s.l. var nokkuð um að kjósendur nýttu þennan rétt sinn og strikuðu yfir nöfn ákveðinna frambjóðenda eða breyttu röð þeirra. Á B-lista var strikað yfir 7 nöfn …