Leiðbeinandi óskast

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar 50% starf leiðbeinanda í félagsmiðstöðina Óðal. Möguleiki er á hærra starfshlutfalli með vinnu í íþrótta- og tómstundaskólanum. Helstu verkefni: Leiðbeina börnum og unglingum í leik og starfi. Umsjón og undirbúningur klúbbastarfs, tómstundastarfs og viðburða. Samráð, samvinna og samskipti við unglinga, starfsfólk skóla, foreldra og tómstundastjóra. Hæfniskröfur: Áhugi á að vinna með börnum og unglingum. Frumkvæði, …

Nýr starfsmaður í félagsþjónustu Borgarbyggðar

Freyja Þöll Smáradóttir hefur verið ráðin í 60% starf í félagsþjónustu Borgarbyggðar. Freyja lauk meistaragráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands sl. vor. Sigurður Ragnarsson, sálfræðingur, mun starfa áfram fyrir sveitarfélagið einn dag í viku.    

Félagsstarf eldri borgara og öryrkja Borgarbraut 65a

  Félagsstarfið hefst 1. september. Dagskráin með hefðbundnu sniði; gler á mánudögum, ýmis handavinna og handverk á þriðjudögum og miðvikudögum og spilamennska á fimmtudögum.   Leiðbeinendur þeir sömu og í fyrra; Elfa í glerinu og Karólína í handavinnu / handverki.   Munið matinn í hádeginu – panta þarf daginn áður hjá Elínu ( s: 8401525) Áfram verða léttar yogaæfingar í …

Skólasetning

Nú styttist senn í að sumarleyfum ljúki og að skólarnir fyllist af kátum krökkum og kennurum. Skólasetning verður í báðum grunnskólum sveitarfélagsins mánudaginn 24. ágúst, sbr. neðangreinda dagskrá: Í Grunnskóla Borgarfjarðar: Varmaland kl. 10:00. Kleppjárnsreykir kl. 12:00. Hvanneyri kl. 14:00. Í Grunnskólanum í Borgarnesi verður skólinn settur formlega í Borgarneskirkju: 1.-3. bekkur kl. 10:00. 4.-6. bekkur kl. 10:40. 7.-10. bekkur …

íbúafundur

Opinn íbúafundur um rekstur og skipulag fræðslumála verður haldinn í Ársal Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri miðvikudaginn 2. september nk. kl 20:00       Dagskrá: 1. Fundarsetning 2. Kynning á ákvörðunum sveitarstjórnar um breytingar á rekstri og skipulagi Grunnskóla Borgarfjarðar Hvanneyrardeild 3. Umræður og fyrirspurnir   Sveitarstjórn    

Dýrahald í Borgarbyggð

Að gefnu tilefni er rétt að ítreka að ákvörðun um að lóga dýri er alltaf tekin að höfðu samráði við starfsmann Umhverfis-og skipulagssviðs Borgarbyggðar. Hingað til hefur aldrei verið farið með merktan og/eða skráðan heimiliskött til svæfingar til dýralæknis eftir handsömun í Borgarbyggð. Kötturinn sem umræðan snýst um þessa dagana var hvorki merktur, örmerktur né á skrá hjá Borgarbyggð. Samkvæmt …

Köttur í óskilum 2015-08-18

Kettlingur er í vörslu hjá gæludýraeftirliti Borgarbyggðar. Hann var handsamaður á Þórólfsgötu í Borgarnesi og er hvorki merktur eða örmerktur. Þeir sem telja sig þekkja til kattarins á myndinni eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við umhverfisfulltrúa Borgarbyggðar í síma 437-7100 eða í gæludýraeftirlitsmann í síma 892-5044.    

Um kattahald

Að gefnu tilefni þá hefur Borgarbyggð ákveðið að endurskoða verkferla við handsömun og meðferð katta. Föngun ómerktra katta skal ávallt auglýsa á heimasíðu Borgarbyggðar. Gefi ekki sig fram eigandi innan sjö sólahringa frá birtingu auglýsingar þá er heimilt að gera aðrar ráðstafanir með vísan til samþykkta um hunda og kattahald í Borgarbyggð frá 2008. Þá hefur verið ákveðið að reyna …

Nýr tölvuumsjónarmaður

Gestur Andrés Grjetarsson hefur verið ráðinn í starf tölvuumsjónarmanns og mun hafa yfirumsjón með tæknimálum, upplýsingakerfum, net- og tölvukerfum Borgarbyggðar. Starf tölvuumsjónarmanns kemur í staðinn fyrir aðra tölvuþjónustu við skóla og stofnanir sveitarfélagsins og er liður í samræmingu þjónustu og hagræðingu á þessu sviði. Gestur hefur lokið ýmsum prófum og vottunum í rekstri tölvu- og netkerfa, hann er með mikla …

Skýrsla sveitarstjóra 13. ágúst

Kolfinna Jóhannesdóttir flutti skýrslu sveitarstjóra á fundi sveitarstjórnar í dag 13. ágúst. Í máli sínu fór hún yfir nokkur þau verkefni sem unnið hefur verið að að undanförnu. Fundargerð sveitarstjórnar er hægt að nálgast á vef Borgarbyggðar. Skýrsluna má nálgast hér.