Að gefnu tilefni er rétt að ítreka að ákvörðun um að lóga dýri er alltaf tekin að höfðu samráði við starfsmann Umhverfis-og skipulagssviðs Borgarbyggðar. Hingað til hefur aldrei verið farið með merktan og/eða skráðan heimiliskött til svæfingar til dýralæknis eftir handsömun í Borgarbyggð. Kötturinn sem umræðan snýst um þessa dagana var hvorki merktur, örmerktur né á skrá hjá Borgarbyggð.
Samkvæmt lögum 22. grein laga nr. 55/2013 um velferð dýra er skylt að einstaklingsmerkja ketti. Samkvæmt samþykktum Borgarbyggðar ber íbúum í þéttbýli í Borgarbyggð einnig að skrá dýr sín hjá sveitarfélaginu. Hér með eru allir íbúar Borgarbyggðar hvattir til þess að láta merkja dýr sín og íbúar í þéttbýli einnig að skrá þau hjá sveitarfélaginu.