Um kattahald

ágúst 17, 2015
Að gefnu tilefni þá hefur Borgarbyggð ákveðið að endurskoða verkferla við handsömun og meðferð katta. Föngun ómerktra katta skal ávallt auglýsa á heimasíðu Borgarbyggðar.
Gefi ekki sig fram eigandi innan sjö sólahringa frá birtingu auglýsingar þá er heimilt að gera aðrar ráðstafanir með vísan til samþykkta um hunda og kattahald í Borgarbyggð frá 2008. Þá hefur verið ákveðið að reyna að finna leiðir til að gera upplýsingar um gjaldskrá og samþykktir sveitarfélagsins um hunda og kattahald í Borgarbyggð aðgengilegri á vefnum og kynna þær betur fyrir íbúum.

Share: