Félagsstarf eldri borgara og öryrkja Borgarbraut 65a

ágúst 20, 2015

 

Félagsstarfið hefst 1. september.
Dagskráin með hefðbundnu sniði; gler á mánudögum, ýmis handavinna og handverk á þriðjudögum og miðvikudögum og spilamennska á fimmtudögum.
 
Leiðbeinendur þeir sömu og í fyrra; Elfa í glerinu og Karólína í handavinnu / handverki.
 
Munið matinn í hádeginu – panta þarf daginn áður hjá Elínu ( s: 8401525)
Áfram verða léttar yogaæfingar í félagsstarfinu. Tímarnir verða á fimmtudögum kl. 13:00 – 14:00 í salnum uppi.
Fyrsti tími í haust verður 17. september nk. og verður haldið áfram til 15. desember.
Verð kr. 200 fyrir stakan tíma, kr. 700 fyrir mánuðinn eða kr. 1.800 fyrir allt tímabilið
( greiðist hjá Elínu í félagsstarfinu). Yogakennari Erla Kristjánsdóttir.
 
 

Share: