Nú eru allar upplýsingar um Sumarfjör 2018 komnar inn á heimasíðuna – Slóðina er hér að finna. Starfsstöðvar: Borgarnes og Hvanneyri – Ferðir frá Baulu og Kleppjárnsreykjum. Þær vikur sem Sumarfjörið verður í boði eru: Heimastöð: Grunnskólinn í Borgarnesi, 4. júní-20. júlí, 7.-17. ágúst. Heimastöð: GBF-Hvanneyrardeild, 5.-29. júní, 7.-17. ágúst.
Skotæfingasvæði í landi Hamars – kynning.
Sveitarfélagið vill vekja athygli á að mánudaginn 30. apríl 2018 milli kl 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar sem tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir skotæfingarsvæði í landi Hamars verður kynnt sérstaklega þeim sem þess óska.
Bilun í dælustöð Veitna.
Í dag kom upp bilun þegar unnið var við tengingu og gangsetningu á fráveitudælustöð (brunni) við Bjarnarbraut. Verið er að smíða varahlut. Vegna þessa þarf að setja fráveituna á yfirfall við Bjarnarbraut um helgina sem er bagalegt þar sem útrásarrörið er við göngubrú og útsýnispall við útrásina. Á mánudagsmorgun verður varahlutnum komið fyrir og áfram haldið vinnu við gangsetningu á …
Framhaldsprófstónleikar
Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir píanóleikari heldur framhaldsprófstónleika í Reykholtskirkju næstkomandi sunnudag, 29. apríl, kl. 14:00. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir Haydn, Grieg, Debussy og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Þorbjörg Saga hefur stundað píanónám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar frá árinu 2006 og hefur Dóra Erna Ásbjörnsdóttir verið kennari hennar frá upphafi. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis
Laus störf í Áhaldahúsi Borgarbyggðar
Borgarbyggð óskar eftir að ráða starfsmenn í áhaldahús Borgarbyggðar Starfið felst í vinnu undir stjórn verkstjóra áhaldahússins við slátt, umhirðuverkefni á opnum svæðum, almennt viðhald og ýmsar verklegar framkvæmdir á vegum áhaldahúss. Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum eru mikilvæg svo og sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Vinnuvélaréttindi eru æskileg en ekki skilyrði. Launakjör eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og …
Leikskólinn Andabær- deildarstjóri
Komdu í lið með okkur! Okkur vantar deildarstjóra í leikskólann Andabæ á Hvanneyri. Um er að ræða 100% stöðu. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í og leiða áfram gott faglegt starf í leikskólanum. Við erum Grænfánaskóli síðan 2005, Heilsuleikskóli síðan 2013, einnig erum við að vinna með verkefnið Leiðtoginn í mér, sjö venjur til árangurs …
Lausar stöður í Grunnskóla Borgarfjarðar
Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með um 200 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Fyrir næsta skólaár vantar starfsmenn í eftirtaldar stöður: deildarstjóra umsjónarkennara sérkennara list-og verkgreinakennara tómstundafræðings Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KI og launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur …
Góð þjónusta – getum við gert enn betur ?
Næstkomandi þriðjudag, 24. apríl verður opinn fundur með þjónustuþegum, aðstandendum og öðrum áhugasömum um þjónustu við einstaklinga með fötlun í Borgarbyggð. Fundurinn verður haldinn í salnum á Borgabraut 65a, efstu hæð. Dagskrá fundar: Kl. 14 – 14:45 Erindi frá Ingu Björk Margrétar Bjarnardóttur, fyrirspurnir og umræður. Kl. 14:45 – 15:00 kaffi 15:00 – 15:30 árlegur fundur um þjónustu við einstaklinga …
Skipulagsauglýsing – lýsing
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti samhljóma á fundi sínum þann 10. nóvember 2016 að gera breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 á Hringvegi (1) um Borgarnes (hjáleið). Á 169. fundi sveitastjórnar þann 12. apríl 2018, samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulagslýsingu: Hringvegur (1) í Borgarnesi – lýsing á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Lýsing á breyting á Aðalskipulagi 2010-2022, vegna afturköllunar á …
Fræðslufundur um gróður
Við upphaf hreinsunarátaks í þéttbýli, þann 17. apríl var haldinn fræðslufundur um gróður í Hjálmakletti. Ragnar Frank Kristjánsson fjallaði um gróður í þéttbýli og kynnti hugmyndir að breyttri ásýnd Borgarness ef aukin áhersla væri lögð á tré og gróður. Þá fjallaði Embla Heiðmarsdóttir, ráðgjafi um fjölæringa, um möguleika sem fjölæringar bjóða upp á og hvernig fjölæringabeð geta leyst af hólmi …