Í dag kom upp bilun þegar unnið var við tengingu og gangsetningu á fráveitudælustöð (brunni) við Bjarnarbraut. Verið er að smíða varahlut. Vegna þessa þarf að setja fráveituna á yfirfall við Bjarnarbraut um helgina sem er bagalegt þar sem útrásarrörið er við göngubrú og útsýnispall við útrásina.
Á mánudagsmorgun verður varahlutnum komið fyrir og áfram haldið vinnu við gangsetningu á brunninum.