Kvenfélagið 19.júní kom færandi hendi og gaf leikskólanum gjöf. Við fengum þrjár tungutrommur með 8 mismunandi hljóðum. Hljóðin hreinsa hugann og tíðni hljóðfærisins hafa frábær áhrif á líkamann og koma okkur djúpt í hugleiðsluástand. Einnig gáfu þær okkur söngskál sem er góð við orkuheilun, til að hreinsa umhverfið og sem hugleiðsluverkfæri, hljómurinn kemur huganum í djúpt hugleiðsluástand. Við erum ákaflega þakklát fyrir þessa frábæru gjöf sem mun nýtast okkur vel og færum við Kvenfélaginu 19. júní okkar bestu þakkir.