Leiðtogadagur í Andabæ

Í dag var Leiðtogadagur í Andabæ og buðum við foreldrum og ættingjum.  Börnin settu upp myndlistarsýningu í salnum sem gestir nutu.  Gaman að sjá hversu margir gátu komið til okkar.                     

Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af degi íslenskrar tungu fengum við nemendur úr Hvanneyrardeild Gbf. í heimsókn.  Allir fluttu atriði og var þetta mikil og góð skemtun og góð samvera nemenda og starfsfólks.      

Sumarhátíð foreldrafélagsins

Þann 13. júní var haldin sumarhátið foreldrafélagsins.  Var hoppukastölum komið fyrir á lóðinni og grillaðar pylsur borðaðar.  Tókst hátíðin mjög vel.   

Kúnum hleypt út á Hvanneyri

Skapast hefur sú hefð að allur leikskólinn fær sér gönguferð í fjósið og horfir á þegar kúnum er hleypt út.  Allir skemmtu sér vel að sjá þær hoppa og skopa þegar þær komu út úr fjósinu, frelsinu fegnar.  

Samstarf við Landbúnaðarháskólann

Þriðjudaginn 9.maí tókum við þátt í sérstökum viðburði á Hvanneyri. LBHÍ tók þátt í alþjóðlegri áskorun sem kallast Bio Blitz á vegum ICA, samtök evrópskra háskóla á sviði lífvísinda.  Með þessu er verið að vekja athygli á líffræðilegum fjölbreytileika og stuðla að aukinni náttúruupplifun þátttakenda.   Nemendur af öllum skólastigum á Hvanneyri og nágrenni tóku þátt.  Leikskólinn Andabær, Grunnskóli Borgarfjarðar og …

Skólastarf á Hvanneyri í 42 ár.

Þriðjudaginn 9. maí vorum við með Leiðtogadag/opið hús frá kl. 14:00-16:00.  Í tilefni þess að 42 ár eru liðinn frá því að leikskólastarf á Hvanneyri hófst, var það þemað okkar þennan dag.  Þessa vikuna var Barnamenningarhátíð í Borgarbyggð og var þetta opna hús liður í henni.  Við buðum foreldrum, forsvarsmönnum Borgarbyggðar og íbúum á Hvanneyri og nærsveitum til okkar í …