Á Álfheimum og Hulduheimum notum við Könnunarleikinn sem er aðferð sem á mjög vel við yngstu deildir leikskóla. Leikurinn er hluti af sjálfbærni og vísindum. Þar verða börnin að litlum vísindamönnum. Könnunarleikurinn fer þannig fram að safnað hefur verið saman í körfur alls konar “verðlausum” hlutum. Þetta eru hlutir eins og keðjur, lyklar, dósir og lok. Eftir að hlutunum hefur verið raðað á gólfið hefst leikurinn. Börnin velja sér hluti og nota þá á margan hátt. Þau fylla, tæma, setja saman, stafla, raða, draga, hrista, velja og hafna. Þau leika sér ótrufluð án fyrirmæla frá hinum fullorðna. Þau leiða leikinn sjálf og læra um leið að hægt er að gera hluti á margan máta. Engin niðurstaða er rétt eða röng. Í leiknum örva þau skynfæri sín með því að hlusta, snerta, skoða og smakka. Einnig reyna þau á gróf- og fínhreyfingar. Tíminn sem er notaður í tiltekt er ekki síður mikilvægur en leikurinn sjálfur. Þá lærist meðal annars að í tiltekt felast ákveðin verklok.
Könnunarleikur með hluti er dregið af enska orðinu „heuristic” eða gríska orðinu „eurisko” sem þýðir meðal annars „að öðlast skilning á”. Börnin leikasér án afskipta fullorðinna. Þeir eru þó ætíð til staðar en skipta sér ekki af leik barnanna, nema nauðsyn beri til. Þetta á vel við grænfánastefnu skólans og er eldhúsið duglegt að safna fyrir okkur ýmsum dósum og dollum.