Grænfánaleikskóli

Andabær hefur verið Grænfánaleikskóli síðan árið 2005 en þá var fyrsta fánanum flaggað.Í byrjun verkefnis er skólinn Skóli á grænni grein sem er alþjóðlegt samstarfs verkefni Landverndar og viðkomandi skóla. Skóli á grænni grein hefur það að markmiði að að auka umhverfismennt og styrkja menntun til sjálfbærni í skólum. Skólar ganga í gegnum sjö skref í átt að aukinni umhverfisvitund og sjálfbærni. Þegar því marki er náð fá skólarnir að flagga Grænfánanum til tveggja ára og fæst sú viðurkenning endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Þannig verður skólinn Grænfánaskóli. 

Börnin í Andabæ eru meðvituð um að ganga vel um náttúruna og nánasta umhverfi sitt. Reglulega er farið í gönguferðir um nágrennið og einnig er útivera í leikskólanum tvisvar á dag allt árið um kring, þegar því er viðkomið. Moltugerð er í leikskólanum og er moltuleiðtogi sem sér um að koma matarafgöngum í moltutunnuna. Einnig er flokkunarleiðtogi og sér hann um að pappírinn sé rétt flokkaður á deildinni. Börnin eru frædd um ýmislegt varðandi náttúru og umhverfi t.d. hvernig við göngum um náttúruna og að við hendum ekki rusli í hana. Farnar eru ruslaferðir í nánasta umhverfi. 

 

Umhverfissáttmáli Andabæjar 

Linkur inn á síðu Landverndar 

Markmið með starfinu er að: 

-Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku. 

-Efla samfélagskennd innan skólans. 

-Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan. 

-Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur. 

-Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál. 

Grænfánamarkmiðin okkar 

Markmidin_2017-2019 

Markmiðin 2015-2017 

Markmidin_2013-2015 

Markmiðin 2011-2013 

Markmiðin 2009-2011 

Markmiðin 2007-2009 

Markmiðin 2005-2007