Grænfánaafhending og sumarhátíð í Andabæ

Miðvikudaginn 11. júní tók Andabær á móti Grænfánanum í níunda sinn og eru 20 ár síðan við fengum fánann fyrst.  Við þessi tímamót afhenti Sigurlaug frá Landvernd okkur fánann.  Skemmtileg stund og erum við mjög stolt af Grænfánastarfinu okkar sl. 20 ár. Eftir það hélt Foreldrafélag Andbæjar sumarhátíð þar sem boðið var upp á hoppukastala, fulltrúar frá slökkviliðinu komu í …

Útskrift skólahóps

Þann 5. júní síðastliðinn útskrifuðum við elsta hópinn okkar, börn fædd 2019. Börnin bjuggu til stuttmynd sem gestir fengu að sjá,  sem unnin var upp úr bókinni A Squash and a Squeeze eftir Juliu Donaldson. Myndin fjallaði um gamla konu sem býr ein í litlu húsi upp í sveit. Dag einn segir hún við sjálfan sig að húsið sé allt …

Útskriftarferð í Vatnaskóg

Í maí fór elsti hópurinn okkar í útskriftarferð í Vatnaskóg ásamt öllum elstu árgöngum í leikskólum Borgarbyggðar.  Margt skemmtilegt var brallað, farið í skógarferð, siglt á bátum, leikið í hoppukastölum og margt fleira.

Kúnum hleypt út á Hvanneyri

Skapast hefur sú hefð að allur leikskólinn fái sér gönguferð í fjósið og horfir á þegar kúnum er hleypt út.  Þetta gerðum við 27. maí síðastliðinn.   Allir skemmtu sér vel við að sjá þær hoppa og skopa þegar þær komu út úr fjósinu, frelsinu fegnar.

Gjöf frá Hinsegin Vesturlandi

Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir frá Hinsegin Vesturlandi kom í heimsókn til okkar og færði okkur gjöf.  Bókina Úlfur og Ylfa – Sumarfrí eftir Ingileif Friðriksdóttur og Maríu Rut Kristinsdóttur.  Bókin fjallar um systkini sem eiga tvær mömmur. Tilgangur Hinsegin Vesturlands er að auka sýnileika, stuðning og fræðslu ásamt því að efla tengslanet hinsegin fólks á Vesturlandi, auk aðstandenda þeirra og velunnara. …

Skiptifatamarkaður

Við í Andabæ erum með skiptifatamarkað og er hugmyndin sú að  foreldrar og starfsfólk geti komið með  föt sem ekki nýtast börnunum þeirra lengur.  Foreldrar geta komið og skoðað markaðinn og athugað hvort þau finni eitthvað sem þeirra börn geta nýtt. Með þessu sjáum við fyrir okkur að hægt sé að gefa gömlum fötum nýtt líf og foreldrar spara í …

Haustkaffi

Við buðum foreldrum og til okkar í morgun í kaffi og hafragraut.  Þetta var notaleg stund þar sem börnin sýndu foreldrum sínum listaverk sem þau hafa verið að gera tengd haustinu.  Við þökkum öllum sem komu til okkar.  

Gjöf frá Kvennfélaginu 19. júní

Kvenfélagið 19.júní kom færandi hendi og gaf leikskólanum gjöf. Við fengum þrjár tungutrommur með 8 mismunandi hljóðum.  Hljóðin hreinsa hugann og tíðni hljóðfærisins hafa frábær áhrif á líkamann og koma okkur djúpt í hugleiðsluástand.  Einnig gáfu þær okkur söngskál sem er góð við orkuheilun, til að hreinsa umhverfið og sem hugleiðsluverkfæri, hljómurinn kemur huganum í djúpt hugleiðsluástand.  Við erum ákaflega …

Leiðtogadagur í Andabæ

Í dag var Leiðtogadagur í Andabæ og buðum við foreldrum og ættingjum.  Börnin settu upp myndlistarsýningu í salnum sem gestir nutu.  Gaman að sjá hversu margir gátu komið til okkar.                     

Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af degi íslenskrar tungu fengum við nemendur úr Hvanneyrardeild Gbf. í heimsókn.  Allir fluttu atriði og var þetta mikil og góð skemtun og góð samvera nemenda og starfsfólks.