Vorvika stendur nú yfir í Grunnskóla Borgarfjarðar sem ber yfirskriftina ,,Uppeldi til ábyrgðar, umhverfismálefni og lýðheilsa“. Af því tilefni er rekin fréttastofa í skólanum og frá henni er sjónvarpað kl. 13:45 beint af netinu frá því í dag, þriðjudag til föstudagsins 30. maí.
Tómstundaskólinn í Borgarnesi býður upp á sumarsmiðjur
Tómstundaskólinn í Borgarnesi verður með sumarsmiðjur í gangi í júní fyrir 1.-4. bekk og 4.-7. bekk. Skráning hefst á morgun, þriðjudaginn 27. maí. Hér má nálgast frekari upplýsingar um námskeiðin og skráningarblað fyrir 4.-7. bekk.
Brunaæfing í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum
Haldin var brunaæfing, 21. maí, í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Þegar viðvörunarkerfið fór í gang rýmdu kennarar stofur sínar með nemendum og allir flýttu sér út á skólalóðina þar sem tekið var manntal í hverjum bekk. Allir virtust taka þessu með ró og skynsemi, þó óljóst væri hvort hér væri um alvöru að ræða eða ekki. Manntalið sýndi að allir …
Margar hendur vinna létt verk
Borgarbyggð hefur hlotið styrk frá Landvirkjun. Styrkurinn er í formi vinnuframlags umhverfishóps Landsvirkjunar í sumar. Gert er ráð fyrir að hópurinn vinni sem nemur 50 dagsverkum við tiltekt eftir grisjun í Einkunnum. Mynd: Hilmar Már Arason
Blóðbankabíllinn í Borgarnesi 28 maí
Blóðbankabíllinn verður í Borgarnesi miðvikudaginn 28. maí frá 10:00-17:00 við Hyrnuna. Allir velkomnir jafnt nýir sem vanir blóðgjafar. Sjá hér auglýsingu.
Dagur barnsins í Borgarbyggð
Dagur barnsins er haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti á Íslandi, sunnudaginn 25. maí 2008. Það er Félags- og tryggingamálaráðuneytið sem hefur frumkvæði að þessu átaki til að minna á mikilvægi samveru fjölskyldunnar. Dagur barnsins heldur úti sér heimasíðu. Slóðin er www.dagurbarnsins. Hér má nálgast auglýsingu um dagskránna á degi barnsins í Borgarbyggð.
Ömmu og afa kaffi í leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi
Í morgun, miðvikudaginn 21. maí, var ömmu og afa kaffi í leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi. Það var mjög góð mæting og ekki var annað að sjá en að ömmurnar og afarnir hafi notið þess að eiga stund í leikskólanum með barnabörnum sínum. Í salnum var svo sameiginleg söngstund þar sem börnin sungu nokkur skemmtileg sumarlög við gítarundirleik tveggja starfsmanna skólans, …
Tjaldstæðið í landi Granastaða í Borgarnesi
Unnið er að því þessa dagana að stækka bílastæði, koma upp snyrtiaðstöðu, bera á túnin og gróðursetja tré og runna við tjaldstæðið í Borgarnesi. Gróðursett verður síðan enn frekar meðfram veginum við tjaldsvæðið þegar Orkuveitan hefur lokið framkvæmdum við þær lagnir sem þarna eiga að koma. Myndir: Björg Gunnarsdóttir
Heimsókn franska sendiherrans í ráðhús Borgarbyggðar
Franski sendiherrann Olivier Mauvisseau, Renaud Durvillea menningarfulltrúi og Hanna Arnarsdóttir upplýsingafulltrúi franska sendiráðsins heimsóttu Borgarbyggð eins og áður hefur verið frá greint hér á heimasíðunni. Sjá hér eldri frétt. Þau komu meðal annast við í ráðhúsi Borgarbyggðar og funduðu með menningarfulltrúa, sveitarstjóra og sveitarstjórnarfulltrúum. Við það tækifæri voru meðfylgjandi myndir teknar. Myndir: Helgi Helgason
Framhaldsprófstónleikar í Borgarneskirkju
Næstkomandi laugardag 17. maí kl. 17:00 mun Birgir Þórisson halda framhaldsprófstónleika í Borgarneskirkju. Birgir stundar píanónám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar þar sem hann hefur notið handleiðslu Zsuzsönnu Budai lengst af. Hann hefur einnig sótt námskeið í píanóleik hjá prófessor Jacek Tosik-Warszawiak og prófessor László Baranyay. Birgir hefur víða komi fram sem einleikari og meðleikari síðustu árin. Samhliða píanónáminu lagði Birgir einnig …