Dagur hinna villtu blóma á Norðurlöndum

júní 13, 2008
Dagur hinna villtu blóma á Norðurlöndum er haldinn árlega og hafa Íslendingar staðið fyrir árlegum blómagöngum, um allt land, af því til tilefni frá árinu 2004. Tvær göngur verða í Borgarbyggð á þessum degi í ár, en hann verður haldinn sunnudaginn 15. júní.
Annarsvegar verður ganga við Eldborg á vegum Umhverfisstofnunar (Sjá auglýsingu) og hinsvegar við Hvanneyri á vegum Landbúnaðarsafns Íslands (Sjá frétt í Skessuhorni).
Myndin er tekin af heimasíðu Flóru Íslands.

Share: