Borgabyggð býður bændum upp á þá þjónustu að til þeirra sé sótt rúlluplast allt að fjórum sinnum á ári þeim að kostnaðarlausu. Þessa þjónustu þarf að panta. Af gefnu tilefni eru þeir bændur sem ekki hafa nú þegar pantað þessa þjónustu hvattir til þess að tilkynna það nú þegar til skrifstofu Borgarbyggðar hvort þeir vilja vera með. Fyrstu …
Kveikt á jólatré Borgarbyggðar
Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli í Borgarnesi sunnudaginn 30. nóvember kl. 17:00. Sjá hér auglýsingu um viðburðinn. Mynd: Björg Gunnarsdóttir
Stækkun lóðarinnar við leikskólann á Bifröst
Nú í haust hefur verið unnið að því að stækka lóð leikskólans á Bifröst. Lóðin er stækkuð um rúma 1000m² og er eftir stækkun 2000m². Vegna fjölgunar barna við leikskólann var eldri lóðin orðin of lítil miðað við þá reglugerð sem tekur á því hversu mikið svæði þarf að vera fyrir hvert barn á útisvæði. Það var Eiríkur Ingólfsson, smiður, …
Malbikun á götu við Stekkjarholt í Borgarnesi
Lokið hefur verið við að malbika götuna Stekkjarholt í Borgarnesi. Sjá hér götukort af Borgarnesi. Borgarverk annaðist verkið sem var útboðsverk.
Aðventutónleikar í Borgarneskirkju
Freyjukórinn heldur aðventutónleika í Borgarneskirkju sunnudaginn 30. nóvember kl. 20:00. Sjá hér auglýsingu frá kórnum. Sjá hér nokkrar myndir af kórnum. Freyjukórinn er aðili af sambandi íslenskra kvennakóra og má þar m.a. nálgast upplýsingar um kórinn og útgáfu á hans vegum. Sjá hér. Mynd af Borgarneskirkju: Guðrún Jónsdóttir.
Nýr göngustígur milli Kvíaholts og Borgarvíkur í Borgarnesi
Malbikaður hefur verið nýr göngustígur milli Kvíaholts og Borgarvíkur en með því hafa verið tengd saman þrjú svæði þ.e. Kvíaholt, Hrafnaklettur og Sandvík. Sjá hér götukort af Borgarnesi. Borgarverk annaðist verkið sem var útboðsverk.
Ný gangstétt í Kvíaholti í Borgarnesi
Unnið er að því að steypa gangstéttar í Kvíaholti. Sjá hér götukort af Borgarnesi. Það er HS-Verktak og Lóðaþjónustan sem annast verkið.
Aðventutónar í Reykholtskirkju
Hljómskálakvintettinn ásamt Braga Bergþórssyni tenórsöngvara og Birni Steinari Sólbergssyni orgel- og píanóleikara halda tónleika í Reykholtskirkju, laugardagskvöldið 29. nóvember kl. 21:00. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Reykholtskirkju, Borgarfjarðarprófastsdæmis og Tónlistarfélags Borgarfjarðar. Sjá hér auglýsingu um tónleikana.
Ungmennaráð Borgarbyggðar
Nýstofnað Ungmennaráð Borgarbyggðar fundaði í fyrsta sinn, föstudaginn 21. nóvember, í Ráðhúsi Borgarbyggðar. Nýkjörinn formaður þess er Skúli Guðmundsson. Árið 2007 tóku gildi ný æskulýðslög á Íslandi. Æskulýðslögunum er ætlað að styðja börn og ungmenni til þátttöku í æskulýðsstarfi. Í lögunum segir m.a. ,,Með æskulýðsstarfi er átt við skipulagða félags- og tómstundastarfsemi þar sem börn og ungmenni starfa saman …
Íbúafundur í Lyngbrekku á Mýrum um aðalskipulagstillögu Borgarbyggðar
Haldinn verður íbúafundur í félagsheimilinu Lyngbrekku á Mýrum annað kvöld, 26. nóvember, kl. 20:30. Þar verða kynnt drög að aðalskipulagstillögu sveitarfélagsins, en sérstaklega farið í kynningu á skipulagi íbúðahverfis í nágrenni félagsheimilisins. Þetta er þriðji fundurinn af fjórum sem haldnir verða. Sjá umfjöllun um fundina í eldri frétt frá 7. nóvember. Aðalskipulagstillöguna má nálgast hér á heimasíðunni. …