Árlegt jólaútvarp Óðals að hefjast

desember 5, 2008
Árlegt jólaútvarp unglinga í Óðali hefst mánudaginn 8. desember kl. 10.00 með ávarpi útvarpsstjóra og má að vanda búast við skemmtilegri dagskrá.
Jólaútvarpið er sannkallaður gleðigjafi í skammdeginu. Boðið verður upp á skemmtilega þætti, tónlist og fróðleik fyrir alla aldurshópa ásamt frábærum heimasmíðuðum auglýsingum sem sem vakið hafa lukku og íbúum hefur þótt gaman að heyra hvernig breytast á milli ára.
Fréttir úr héraði verða fluttar kl. 12.oo á hádegi alla daga og einnig skal sérstaklega bent á umræðuþáttinn „Bæjarmálin í beinni“ föstudag kl. 13.oo en þá mæta í beina útsendingu, hjá fréttastofu Óðals og Gísla Einarssyni fréttamanni, fólk úr atvinnulífinu, sveitarstjórnarmenn, skólamenn og aðrir til að ræða málefni líðandi stundar.
Hægt er að ná útsendingunni á 101.3 og einnig má hlusta á útsendingu á vefnum á heimasíðu Óðals www.odal.borgarbyggd.is

Share: