Aðventukvöld í Safnahúsi 9. desember

desember 8, 2008
Í tilefni útgáfu þriðju frumsömdu barnabókar Kristínar Thorlacius, stendur Safnahús Borgarfjarðar fyrir dagskrá tileinkaðri Kristínu þriðjudagskvöldið þann 9. desember kl. 20:00.
Lesið verður upp úr nýju bókinni, Saga um stelpu, sem og úr eldri bókum, frumsömdum og þýddum, en Kristín hefur verið mjög afkastamikill þýðandi ýmissa bóka. Eftirtalin munu lesa upp úr verkum hennar: Sigríður Olgeirsdóttir, Alexander Gabríel Guðfinnsson og Rögnvaldur Finnbogason. Þess má geta að sá síðastnefndi er barnabarn Kristínar.
Kertaljós verða tendruð og jólalög sungin, allir eru hjartanlega velkomnir.
 

Share: