Leikskólinn við Arnarflöt á Hvanneyri

desember 2, 2008
Gert er ráð fyrir að starfsemi í nýja leikskólanum á Hvanneyri hefjist ekki seinna en í mars 2009. Stærð hússins sem er risið er 587 fermetrar. Senn verður lokið lagningu dúks og rafmagns auk þess sem málningarvinna er langt komin. Allar innréttingar eru komnar á staðinn og verða settar upp um leið og fyrrgreindum verkum er lokið. Timburgirðing utan um lóðina er komin að stærstum hluta og uppsetningu ljósa er lokið. Lóðin sem er tæp 6000 fermetrar verður ekki fullgerð áður en leikskólinn tekur til starfa, en m.a. hellulögn hefur legið niðri sökum kulda.

Myndir: Kristján Finnur Kristjánsson


Share: