Sigurjón Jóhannsson dreifbýlisfulltrúi lét af störfum hjá Borgarbyggð um síðustu áramót eftir margra árafarsælt starf. Ákveðið hefur verið að ráða ekki nýjan starfsmann í hans stað, heldur taka aðrir starfsmenn við hans verkefnum um leið og verkaskipting verður nokkuð breytt frá því sem verið hefur. Björg Gunnarsdóttir verður umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi í fulltu starfi. Hennar helstu verkefni verða umsjón …
Tónleikar í Reykholtskirkju
Kammerkórinn StakaHinn „næstum“ íslenski kór Staka mun halda tónleika í Reykholtskirkju þann 22. febrúar kl.16.00. Staka er ungur kammerkór sem starfar í Kaupmannahöfn. Þrátt fyrir ungan aldur hefur kórinn sungið víða og fengið mikið lof fyrir. Meðlimir Stöku hafa flestir einhverja tónlistarmenntun og kórreynslu sér að baki. Staka hefur það að markmiði að kynna íslenska tónlist erlendis, en á …
Styrkir til uppbyggingar ferðaþjónustu á landsbyggðinni
Iðnaðarráðuneytið hefur ákveðið að veita 100 milljónum króna af byggðaáætlun 2006-2009 til að styrkja uppbyggingu í ferðaþjónustu. Styrkirnir skiptast í tvo flokka og er nauðsynlegt að verkefnið sé atvinnuskapandi á viðkomandi svæði. Flokkarnir eru: Móttökuaðstaða í höfnum fyrir farþega skemmtiferðarskipa, en varið verður 30 milljónum til upplýsingagjafar, fegrunar umhverfis, uppsetningar þjónustuhúss o.fl. Nýsköpun í ferðaþjónustu, en varið verður 70 milljónum …
Rúlluplastsöfnun í Borgarbyggð
Söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð fer fram dagana 20. – 28. febrúar næstkomandi. Þeir bændur sem ætla að nýta sér þessa þjónustu og ekki hafa enn pantað eru hvattir til að tilkynna nú þegar til skrifstofu Borgarbyggðar hvort þeir vilji láta sækja til sín rúlluplast. Næstu safnanir á rúlluplasti verða svo 13. – 22. apríl og 6. – 15. júní. …
Grunnskólinn í Borgarnesi auglýsir eftir skautum
Frá umhverfisnefnd grunnskólans í Borgarnesi: Átt þú skauta sem enginn notar lengur? Í grunnskólanum í Borgarnesi er fyrirhugað að gera það að árvissum atburði nemenda nokkurra árganga, að fara á skauta. Til að svo megi verða þarf skólinn að eignast nokkur skautapör til að lána þeim sem ekki eiga skauta. Þeir sem luma á skautum í geymslunni hjá sér …
Félagsmiðstöð opnuð á Hvanneyri
Ný félagsmiðstöð hefur tekið til starfa á Hvanneyri í húsnæðinu sem áður hýsti Kollubúð. Félagsmiðstöðin er opin öllum nemendum 7. – 10. bekkjar Grunnskóla Borgarfjarðar. Starfsmaður er Kristján Guðmundsson. Hér má nálgast auglýsinguna
Miðstöð fyrir atvinnuleitendur
Stéttarfélag Vesturlands og sveitarfélagið Borgarbyggð hafa áhuga á að koma á laggirnar einhverskonar „miðstöð“ fyrir þá sem eru í atvinnuleit / atvinnulausir. Hvernig sú miðstöð ætti að vera, hvað á að fara þar fram o.s.frv. viljum við helst skipuleggja í samráði og samvinnu við þá sem mundu nota miðstöðina því þeir vita best hvað þá langar að hafa fyrir stafni. …
Eyrarrósin til Landnámsseturs – Til hamingju!
Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á Landsbyggðinni féll að þessu sinni í skaut Landnámsseturs í Borgarnesi. Verndari Eyrarrósarinnar, Dorrit Moussaieff forsetafrú afhenti þeim Landnámsseturshjónum, Sigríði Margréti Guðmundsdóttur og Kjartani Ragnarssyni verðlaunin við athöfn á Bessastöðum. Landnámssetrið hlaut fjárstyrk að upphæð 1,5 milljón króna og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur. Í umsögn dómnefndar segir: „Þrátt fyrir ungan aldur hefur Landnámssetur Íslands …
Skokkhópurinn 17:17 og gönguhópurinn Kveldúlfur
Skokkhópurinn 17:17 og gönguhópurinn Kvedúlfur hittast reglulegt við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi til að njóta útiveru með því að skokka og ganga. Skokkhópurinn 17:17 hittist á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:17, á föstudögum kl. 16:16 og á laugardögum kl. 09:09. Hópurinn gengur eða skokkar í 50 mínútur. Honum er skipt í þrjá hópa eftir því hversu létta eða þunga göngu og …
Fyrirkomulag á hreinsun rotþróa í Borgarbyggð
Samningur sveitarfélagsins um hreinsun rotþróa miðar við að hver rotþró sé tæmd á þriggja ára fresti eða því sem næst. Innifalið í árgjaldi fyrir rotþróarhreinsun er því ein losun á þriggja ára fresti. Þurfi húseigandi einhverra hluta vegna að fá auka losun rotþróar á tímabilinu, greiðir hann sérstaklega fyrir það skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Þegar rotþró er tæmd er seyra og …