|
Valdís leikskólastjóri með starfsfólki Borgarbyggðar við nýja skólann_mynd HH |
í dag flytja krakkarnir á leikskólanum Andabæ á Hvanneyri í nýtt og glæsilegt húsnæði. Börnin mættu í gamla Andabæ í morgun en verða sótt í lok dags í nýja Andabæ. Fyrir hádegi ganga börn og starfsfólk í skrúðgöngu yfir í nýja leikskólann sinn. Eftir hádegi, nánar tiltekið kl. 14.00 mun forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson koma í heimsókn, spjalla við börnin og skoða nýja húsnæðið.