Skallagrímur í Bikarúrslit í drengjaflokki

febrúar 24, 2009

Drengjaflokkur Skallagríms

Drengjaflokkur Skallagríms (f.’90 og ’91) í körfubolta komst í úrslit bikarkeppninnar þegar þeir unnu lið Keflavíkvíkur verðskuldað 54-50 í Borgarnesi. Keflavík byrjaði leikinn betur og hafði yfirhöndina í hálfleik 21-28. Leikurinn var mjög spennandi í alla staði og þegar síðasti leikhlutinn hófst hafði Skallagrímur náð að minka muninn niður í 3 stig.
Við dygglegan stuðning áhorfenda þá hrökk vörnin heldur betur í gang í fjórða og síðasta leikhlutanum, þeir hreinlega skelltu í lás og fór það mjög í taugarnar á Keflavíkingum. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi og það sem landaði þessum sigri er samheldnin í þessum hópi og hvað þeir voru með sterkar taugar á vítalínunni á lokasekúndum leiksins. Atkvæðamestur hjá Skallagrími var Sigurður Þórarinsson með 28 stig en hjá Keflavík var það Bjarki Rúnarsson með 14 stig. Úrslitaleikurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Keflavík þann 1. mars kl.16:00 og verður mótherjinn Fjölnir í Reykjavík.
Þess má geta að minniboltinn gerði góða ferð á Sauðárkrók um helgina sjá fréttir og myndir af strákunum á www.karfan.is
 

Share: