Tilkynning til íbúa og bíleigenda við Kjartansgötu

febrúar 20, 2009
 
Vegna framkvæmda við fráveitulagnir í Borgarbraut hefur umferð verið beint um hjáleið um Kjartansgötu.
Ákveðið hefur verið að banna lagningu bifreiða beggja vegna Kjartansgötu á meðan á þessum framkvæmdum stendur við Borgarbraut.
Eru íbúar vinsamlegast beðnir að leggja bílum sínum annars staðar þar til opnað verður fyrir umferð aftur um Borgarbraut.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi tímabundna ráðstöfun hefur óhjákvæmilega í för með sér.
 
Framkvæmdasvið Borgarbyggðar.
 

Share: