Þann 23. október næstkomandi verða Samtök ungra bænda hér á landi formlega stofnuð í Dalabúð í Búðardal. Markmiðið er að efla tengslanet ungra bænda á Íslandi, auka nýliðun í landbúnaði og styrkja þá ungu bændur sem fyrir eru. Á www.bbl.is segir Helgi H. Hauksson, bóndi að Straumi í Hróarstungu, sem er í undirbúningshópi fyrir stofnun samtakanna að þau verði sameiginleg …
Allir út að hreyfa sig!
Í Borgarbyggð er margt í boði fyrir þá sem vilja stunda líkamsrækt og huga að heilsunni. Mikið líf er í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi og sundlaug og tækjasalur eru á Kleppjárnsreykjum. Íþróttafélög standa fyrir ýmsum æfingum og námskeiðum vítt og breytt. Hér má sjá auglýsingar um nýja valmöguleika í líkamsrækt í Borgarnesi. Þolfimi Brennó Sameiginlegar Þrekæfingar Skallagríms
Nýtt fræðslurjóður í Einkunnum
Nýtt fræðslurjóður og endurbættir stígar í fólkvanginum Einkunnum við Borgarnes, voru formlega tekin í notkun síðasliðinn laugardag 3. október. Safnast var saman í fræðslurjóðrinu sem er við Litlu – Einkunnir og þaðan haldið í göngu um ný lagða stíga undir leiðsögn nefndarmanna í umsjónarnefnd fólkvangsins. Þegar göngufólk kom aftur í fræðslurjóðrið var drukkið ketilkaffi og pylsur grillaðar yfir eldstæði rjóðursins. …
Dvalarheimilið í samstarf við Ugluklett
Íbúar Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi hafa komist að samkomulagi við börn og starfsfólk á leikskólanum Uglukletti um gagnkvæmar heimsóknir. Heimilisfólk á DAB mun heimsækja leikskólann öðru hvoru í vetur og segja börnunum sögur og miðla fróðleik frá gamalli tíð. Á móti munu börnin af Uglukletti kíkja í heimsókn á dvalarheimilið og fá að kynnast því hvað þar er verið að …
Óskilahestur
Hestur er í óskilum í girðingu sunnan Háfslækjar. Hesturinn er dökkjarpur og á að giska fjögra vetra. Nánari upplýsingar veitir Björg Gunnarsdóttir umhverfisfulltrúi í síma 433 7100.
Blóðbankabíllinn í Borgarnesi 6 október
Blóðbankabíllinn verður í Borgarnesi þriðjudaginn 6. október. Bíllinn verður staðsettur við Hyrnuna frá kl. 10.00 – 17.00 og fólk er hvatt til að koma og gefa blóð. Sjá auglýsingu hér Blóðgjöf er lífgjöf!
Blaðamenn í Grunnskóla Borgarfjarðar
Nemendur í fimmta bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum eru komnir í samstarf við Skessuhorn um útgáfu á bekkjarblaðinu sínu. Eitt af verkefnum þeirra í íslensku í vetur er að gera fréttablað. Nemendur hafa þegar hafist handa við gerð blaðsins og mun Magnús Magnús ritstjóri á Skessuhorni vera þeim sérlegur ráðgjafi. Efni blaðsins mun einnig birtast á síðum Skessuhorns þegar líður …
Íþróttaskóli fyrir 2-6 ára
Foreldrar athugið. Á morgun laugardaginn 3. október hefst íþróttaskóli fyrir börn á aldrinum 2-6 ára í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi. Námskeiðið stendur næstu sex laugardagsmorgna frá kl. 10.00 – 11.00 og er ætlast til að foreldra mæti með barninu og taki virkan þátt í samverunni og æfingum sem þarna fara fram. Verð á námskeiðið er 3.600 kr og greiðist í fyrsta tíma. …
Frá kálfskinni til tölvu
Dagana 2.-3. október næstkomandi verður haldin, í Snorrastofu í Reykholti, norræn ráðstefna um tungumál lítilla málsvæða, málstefnur, norræn tjáskipti, þýðingar og táknmál. Fyrirlesarar koma frá Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum og Noregi auk Íslands. Ráðstefnan er öllum opin og fer fram á Norðurlandamálum. Skráning og frekari upplýsingar á www.sprog.is
Vígsluathöfn í Einkunnum
Atvinnuátakshópur sem verið hefur við vinnu í Einkunnum í sumar hefur nú lokið við gerð fræðslurjóðurs undir Litlu-Einkunn og lagningu stíga víða um fólkvanginn. Af því tilefni er boðað til vígsluathafnar sem haldin verður laugardaginn 3. október næstkomandi og hefst kl. 14.00. Safnast verður saman við fræðslurjóðrið undir Litlu-Einkunn og þaðan farið í göngu með laiðsögn um svæðið. Að göngu …