
Sagt var frá nokkrum öðrum skáldverkum, fræðiverkum og þýðingum sem út koma um þessar mundir og tengjast Borgarfirðinum. Í dagskrárlok flutti Bjarni Guðmundsson ljóð eftir Guðmund Böðvarsson við góðar undirtektir.
Gestir nýttu sér það að bókakynningin var í sýningarrýminu þar sem Börn í 100 ár er staðsett og virti sýninguna fyrir sér að lokinni dagskrá, ásamt öðru áhugaverðu sem er í húsinu. Meðfylgjandi mynd er tekin í Pálssafni en þar voru gersemar skoðaðar fyrir heimferð. Hér skoða þau Sigrún Elíasdóttir, Bragi Þórðarson, Böðvar Guðmundsson og Sævar Ingi Jónsson merka bók sem eitt sinn var í eigu Brynjólfs biskups.
Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir