Malbikað við Andabæ á Hvanneyri

nóvember 3, 2009
Malbikunarframkvæmdum við leikskólann Andabæ og hluta Arnarflatar á Hvanneyri er lokið. Planið framan við leikskólann er nú malbikað og snyrtilegt. Nemendur og aðrir þeir sem leið eiga í leikskólann geta nú gengið “þurrum fótum” í hús og aðgengi allt er miklu þægilegra. Það var verktakafyrirtækið Jörvi á Hvanneyri sem sá um framkvæmdir.
 
 

Share: