Frá ljóðasýningunni í fyrra_GJNæstkomandi fimmtudag þann 12. nóvember kl. 16.00 verður opnuð ljóðasýning barna í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi. Þar sýna krakkar í fimmtu bekkjum í grunnskólunum í nágrenninu ljóð sín um leið og sérstök dagskrá verður af þessu tilefni. Ljóð verða lesin upp og Hildur M. Jónsdóttir frá Brúðuheimum í Borgarnesi kemur á svæðið og fjallar um sköpunarþáttinn í …
Forvarna- og æskulýðsball í Borgarnesi
Frétt af vef unglinganna í Óðali. Hljómsveitin BuffNæstkomandi fimmtudag mun Nemendafélag Grunnskóla Borgarnes og félagsmiðstöðin Óðal halda árlegt Forvarna- og æskulýðaball. Þessi frábæri viðburður á sér langa sögu í félagsstarfi unglinga á Vesturlandi og teygir reyndar anga sína í Dalina og allt norður á Hólmavík og Blönduós. Dansleikurinn verður haldin í hátíðarsal Menntaskóla Borgarfjarðar. Húsið opnar kl. 19:30. þá …
Eldvarnaræfingar í leik- og grunnskólum
Undanfarið hefur Slökkvilið Borgarbyggðar verið með fræðslu í leikskólunum fyrir elstu börnin. Eins og undanfarin haust er unnið með verkefnið Loga og Glóð. Rætt er við börnin um nauðsyn þess að brunavarnir séu í lagi bæði í leikskólunum og ekki síður á heimilum þeirra. Börnin fá möppu með verkefnum sem þau vinna í skólanum og heima með foreldrum sínum. Þegar …
Basar á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
Hinn árlegi basar Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi verður haldinn laugardaginn 7. nóvember næstkomandi. Húsið opnar kl. 15:00 og verða munir sem unnir eru af heimilisfólkinu til sýnis milli kl. 15:00 og 16:00. Sala á mununum hefst síðan stundvíslega kl. 16:00. Kaffisala verður á staðnum kl. 15:00 – 17:30. Allur ágóði af kaffisölunni rennur í ferðasjóð heimilisfólks. Nemendur úr Tónlistarskóla Borgarfjarðar …
Sýning í reiðhöllinni í Borgarnesi um helgina
Sýningin “Viðþjónum þér” verður haldin í sýningar- og reiðhöllinni í Borgarnesi dagana 6. og 7. nóvember næstkomandi. Á sýningunni munu fyrirtæki kynna vöru og þjónustu fyrir forráðamönnum sveitarfélaga, stofnanna þeirra og fyrirtækja. Dagskrá: Föstudagur 6. nóvember: Kl. 13. Sigríður Dögg Auðunsdóttir upplýsingafulltrúi Mosfellsbæjar fjallar um einkasjúkrahús í Mosfellsbæ. Kl. 15. Árni Jóhannsson fostöðumaður mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins heldur fyrirlestur sem nefnist: …
Minning látinna heiðruð
Eins og flestum er kunnugt á Borgarbyggð sér vinabæ í Frakklandi. Þetta er bærinn Bonsecours, heimabær þess merka franska vísindamanns Jean-Baptiste Charcot. Það er minning hans sem varð til þess að vinabæjasambandinu var komið á á sínum tíma, en það var árið 1996. Það ár voru liðin 60 ár frá því að Charcot og áhöfn hans á skipinu Pourquoi-pas? fórust …
Málþing um yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga 2011
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir málþingi um yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga 2011. Málþingið verður haldið á Hótel Hamri þann 9. nóvember og hefst kl. 17.00. Gestir fundarins verða þau Þór G. Þórarinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir forstöðumaður málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra og Gunnar Sandholt félagsmálastjóri í Skagafirði. Auk þeirra verðð gestir fundarins, Guðný Ólafsdóttir, foreldri …
Skólaskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga
Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út Skólaskýrslu 2009 þar sem birtar eru tölulegar upplýsingar um leikskóla og grunnskóla og gerðar aðgengilegar fyrir sveitarstjórnarmenn, skólastjórnendur og aðra hagsmunaaðila. Að auki er þar að finna upplýsingar um tónlistarskóla. Nú á sér stað mikil umræða í Borgarbyggð um hagræðingu í skólamálum og þeir sem vilja einnig kynna sér skýrslu Sambands …
Malbikað við Andabæ á Hvanneyri
Malbikunarframkvæmdum við leikskólann Andabæ og hluta Arnarflatar á Hvanneyri er lokið. Planið framan við leikskólann er nú malbikað og snyrtilegt. Nemendur og aðrir þeir sem leið eiga í leikskólann geta nú gengið “þurrum fótum” í hús og aðgengi allt er miklu þægilegra. Það var verktakafyrirtækið Jörvi á Hvanneyri sem sá um framkvæmdir.
Árshátíð Grunnskóla Borgarness
Árshátíð Grunnskóla Borgarness verður haldin í dag, fimmtudaginn 29. október í Menningarsal Borgarbyggðar í Menntaskólanum. Sýningar verða tvær kl. 16:30 og 18:30. Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir 16 ára og eldri og fólk er beðið að koma með peninga því ekki er posi á staðnum. Þema árshátíðarinnar í ár er GLEÐI og verður hún túlkuð á fjölbreytilegan hátt af nemendum …