Veiðifélag Arnarvatnsheiðar leigir fjallhús

desember 8, 2009
Guðmundur og Páll
Á dögunum var undirritaður samningur milli Borgarbyggðar og Veiðifélags Arnarvatnsheiðar um leigu á fjallhúsum á Arnarvatnsheiði. Veiðifélag Arnarvatnsheiðar leigir skála og hesthús í Álftakrók og við Úlfsvatn. Samningurinn er gerður til tíu ára og leiga greiðist að hluta með endurbótum á húsunum og að hluta með peningum. Með þessu færist eftirlit, viðhald og útleiga til Veiðifélagsins en leitarmenn hafa eftir sem áður forgang að húsunum í fjárleitum á haustin. Það var Guðmundur Kristinsson formaður Veiðifélags Arnarvatnsheiðar sem undirritaði samninginn fyrir þeirra hönd en Páll Brynjarsson sveitarstjóri fyrir hönd Borgarbyggðar.
 

Share: