Bæði meistaraflokkur karla og kvenna drógust á móti sterkum liðum Fjölnis í bikarnum og næsta víst að það verður barist grimmt í þessum skemmtilegu leikjum sem framundan eru við Fjölni. Styrkur Skallagríms ætti að vera heimavöllurinn með okkar frábæru stuðningsmönnum og hvetjum við alla til að eiga notalega stund í íþróttamiðstöðinni.
Þeir sem mæta á leikina eiga von á uppákomum sem ættu að gleðja alla og því ætti sunnudagurinn að verða skemmtilegur því Grýla sjálf hefur ákveðið að mæta á leikina og hrekkja körfuboltaunnendur með uppátækjum sínum.
Kvennaleikurinn hefst kl. 17.00 og karlaleikurinn kl. 19.15
Áfram Skallagrímur