Gæludýraeftirlitsmaður er með í vistun hjá sér ungan Border Collie hund sem handsamaður var við Hvannatún rétt utan við Hvanneyri í gær. Þar hefur hann gert sig heimakominn undanfarið. Hundurinn er hvítur og svartur með hvítan kraga um hálsinn. Andlitið er meira hvítt en svart. Búið er að hringja á nágrannabæina og senda fyrirspurn til íbúa á Hvanneyri en enginn virðist kannast við hundinn. Eigandinn er vinsamlegast beðinn að hafa samband við afgreiðslu ráðhúss Borgarbyggðar í síma 4337100 eða við gæludýraeftirlitsmann í síma 435-1415 eða 868-1926.