Næstkomandi þriðjudag, þann 24. nóvember kl. 20:30, mun Bragi Halldórsson flytja fyrirlestur í bókhlöðusal Snorrastofu. Fyrirlesturinn er í röðinni Fyrirlestrar í héraði og nefnist: „“Misjafnt fljúga fuglarnir“. Hjálmar hugumstóri og Ingibjörg konungsdóttir í rímum síðari alda.“ Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig fjölmörg skáld allt frá miðri 17. öld fram til 1960 ortu rímur út frá ástarsögu Hjálmars hugumstóra og …
Kaffihús, markaður og höfuðfatadagur
Kaffihús, markaður og höfuðfatadagur…. Allt þetta verður í boði í Varmalandsskóla þriðjudaginn 24. nóvember næstkomandi. Höfuðfatadagurinn stendur allan daginn en kaffihúsið opnar kl. 20.00 í Húsó. Á kaffihúsinu verður lesið upp úr jólabókunum og flutt verða tónlistar- og skemmtiatriði. Nemendafélagið býður alla velkomna í þægilega stemningu á þriðjudagskvöldið.
Æskulýðsballið tókst frábærlega
Árlegt Forvarna- og æskulýðsball unglinga fór fram í Borgarnesi síðasta fimmtudag og mættu á fjórða hundrað unglingar á svæðið og skemmtu sér hið besta án vímuefna. Uppákoma þessi er eitt fjölmennasta unglingaball sem haldið er árlega á svæðinu og mjög vinsælt meðal unglinga.Verkefnið er samstarfsverkefni Félagsmiðstöðvarinnar Óðals og Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi sem sjá um framkvæmd hátíðarinnar. Margir skólar sem …
Tilkynning til hunda- og kattaeigenda í Borgarbyggð
Frá umhverfisfulltrúa: Minnt er á að hin árlega ormahreinsun hunda og katta verður um mánaðarmótin nóvember – desember eins og undanfarin ár. Sent verður út dreifibréf á mánudaginn 23. nóvember. Allir hunda og kattaeigendur í Borgarbyggð þurfa að hafa leyfi fyrir gæludýrum sínum en mikill misbrestur er á því og upplýsingar liggja fyrir um 60 eigendur dýra sem ekki eru …
Kvenfélag Borgarness á norræna skjaladeginum
Opinber skjalasöfn á Norðurlöndum hafa frá 2001 sameinast um árlegan norrænan skjaladag sem í ár var 14. nóvember. Af því tilefni er opnuð sameiginleg heimasíða: www.skjaladagur.is (smellt er á mynd af blómabeði í efstu röð).Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar tekur þátt í norræna skjaladeginum með framlagi á vef skjaladagsins um Kvenfélag Borgarness og þátt þess í uppbyggingu Skallagrímsgarðsins í Borgarnesi Af þessu tilefni …
Frétt úr æskulýðsstarfinu
Félagsmiðstöðin Gaukurinn á Bifröst hefur svo sannarlega gengið í endurnýjun lífdaga þetta haustið. Félagsmiðstöðin er komin með öfluga formennsku eða Gauksráð eins og það er kallað. Það eru þær Jóhanna formaður, Tinna gjaldkeri og Gabríela ritari sem skipuleggja dagskrá í félagsmiðstöðinni sem er opin öllum unglingum í Varmalandsskóla einu sinni í viku þ.e. á fimmtudagskvöldum frá kl. 20.00 – 22.00. …
Að skapa úr orðum
Eitt sinn var gleði á labbi hitti þar brosið gleðin og brosið héldu áfram hittu þar hamingjuna. Ljóð fimmtu bekkinga í grunnskólum í Borgarfirði og nágrenni eru nú til sýnis í Safnahúsi í Borgarnesi. Börnin fengu ákveðin efni til að fjalla um og ljóðin bera þess vitni að þau kunna að skapa úr orðum eins og sjá má …
Gatan Arnarklettur malbikuð
Fimmtudaginn 5. nóvember síðastliðinn var sá hluti götunnar Arnarkletts í Borgarnesi sem ófrágengin var, malbikaður. Verkið var boðið út á síðastliðu ári og voru tilboð opnuð 22. október í fyrra. Alls bárust tilboð frá þremur aðilum og var í kjölfarið samið um verkið við Borgarverk sem jafnframt var lægstbjóðandi. Eins og fyrr segir er malbikun götunnar lokið en ákveðið hefur …
Fréttabréf Grunnskólans í Borgarnesi og Klettaborgar
Út eru komin fréttabréf Grunnskólans í Borgarnesi og BROS sem er fréttabréf leikskólans Klettaborgar. Í þeim er sagt frá starfi skólanna í vetur, atburðum framundan og fleira. Hægt er að lesa fréttabréf Grunnskólans i Borgarnesi hér og BROS Klettaborgar má lesa hér.
Skallagrímur oldboy’s fallnir úr Subwaybikarnum
mynd_SLÁ sunnudagskvöld fór fram í Dalhúsum Grafarvogi leikur í 32 liða úrslitum í Subwaybikarnum í körfuknattleik. Áttust þar við heimamenn í úrvalsdeildarliði Fjölnis og Skallagrímur -b. úr Borgarnesi. Lið Skallagríms- b. samanstóð af ungum og óreyndum leikmönnum annars vegar og reyndum félögum úr oldboy‘s liði Skallagríms hins vegar. Menn mættu ákveðnir í leikinn þrátt fyrir sterka mótherja enda mótherjinn í …