Jólamarkaður í Upplýsingamiðstöðinni

desember 15, 2009
Jólamarkaður verður haldinn í dag, þriðjudaginn 15. desember, í Upplýsingamiðstöð Vesturlands frá kl. 15.00 til 20.00. Þar verður til sölu fjölbreytt listhandverk frá Vesturlandi. Einnig mun listafólk mæta með listmuni og kynna vöru sína. Þar á meðal verða Dýrfinna Torfadóttir skartgripahönnuður, Sigrún Skarphéðinsdóttir vefari og María Kristín Óskarsdóttir keramiker. Leirpottar Sigríðar Erlu úr dalaleir, sem hafa notið mikilla vinsælda, verða einnig til sölu. Jólastemming – jólatónlist, kaffi, piparkökur og glögg. Sjá auglýsingu hér
 
 

Share: