Nýtt gámaplan hefur verið tekið í notkun í Reykholtsdal. Það er staðsett neðan við Grímsstaði skammt frá Reykholti. Nú eru ekki lengur gámar til almenningsnota í Reykholti. Á nýja planinu við Grímsstaði verða gámar fyrir almennt heimilissorp, timburgámur og járnagámur. Það var Guðmundur Kristinsson bóndi á Grímsstöðum sem vann planið fyrir Borgarbyggð. Íbúum er bent á að flokka rétt í gámana. Ýmsan úrgang eins og sláturúrgang, spilliefni og rafgeyma má ekki setja í eða við gáma á almennum gámastöðvum. Það ber að fara með á flokkunarstöðina í Borgarnesi.