Nýjar gjaldskrár – 2010-02-01

Nýjar gjaldskrár vegna sorphirðu, rotþróarhreinsunar, fráveitu, Vatnsveitu Álftaneshrepps og fasteignagjalda hafa tekið gildi. Skoða má gjaldskrárnar með því að smella á nöfn þeirra. Gjaldskrá vegna sorphirðu Gjaldskrá vegna fráveitu Gjaldskrá vegna rotþróarhreinsunar Gjaldskrá Vatnsveitu Álftaneshrepps Álagning fasteignagjalda  

Stefnumót 2010 -01-28

Næstkomandi laugardag 30. janúar verður haldið “Stefnumót 2010” um atvinnu- og byggðarmál í Borgarbyggð og nágrenni. Þingið verður í Menntaskóla Borgarfjarðar og hefst kl. 10.00. Húsið opnar kl. 09.00 og boðið verður upp á léttan morgunverð. Þingið er opið öllu áhugafólki og eru íbúar hvattir til að koma og taka þátt en þarna gefst gott tækifæri til að hafa mótandi …

Áhrif af gerð hjáleiða framhjá þéttbýli

Á vefsíðu Vegagerðarinnar hefur verið birt skýrsla um áhrif af gerð hjáleiða framhjá þéttbýli þar sem meðal annars er fjallað um Borgarnes. Skýrslan er unnin af Hrafnhildi Brynjólfsdóttur hjá Verkís og er styrkt af rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Verkefnið var einnig unnið sem rannsóknartengt verkefni í MSc námi í skipulagsfræði og samgöngum undir leiðsögn Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttir aðjúnkts hjá Háskólanum í Reykjavík. …

Unglingar úr Borgarbyggð sigruðu Söngkeppni Vesturlands

Söngkeppni félagsmiðstöðva á Vesturlandi var haldin í félagsmiðstöðinni Grundarfirði í gær miðvikudag. Þar mættu fulltrúar félagsmiðstöðva af Vesturlandi til að keppa um tvö sæti í Söngkeppni Samfés sem verður á stóra sviðinu í Laugardalshöll í mars. Keppni þessi var sérlega vel heppnuð og frábær atriði flutt enda forkeppnir búnar í félagsmiðstöðunum á Vesturlandi og sigurvegarar þeirra þarna saman komnir til …

Fundur um eflingu sveitarstjórnarstigsins

          Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Samband íslenskara sveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) boða til sameiginlegs kynningarfundar um nýjar leiðir til að efla sveitarstjórnarstigið, í Menntaskóla Borgarfjarðar miðvikudaginn 3. febrúar kl. 17. Fundurinn er haldinn í kjölfar þess að nýlega undirrituðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga yfirlýsingu um að skipa samstarfsnefnd til að …

Nýjar gjaldskrár – 2010-01-26

Ný gjaldskrá vegna heimaþjónustu í Borgarbyggð tekur gildi þann 1. febrúar næstkomandi og ný gjaldskrá leikskóla þann 1. mars. Gjaldskrá heimaþjónustu Borgarbyggðar má nálgast hér og nýja gjaldskrá leikskóla Borgarbyggðar hér.  

Jafnvægi í rekstri Borgarbyggðar

Fjárhagsáætlun 2010 Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti fjárhagsáætlun árins 2010 samhljóða á fundi sínum 21. janúar, en áætlunin hafði verið tekin til fyrri umræðu 17. desember 2009. Í forsendum fjárhagsáætlunar Borgarbyggðar er gert ráð fyrir að útsvarstekjur lækki áfram á árinu 2010 sem og framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, en tekjur af fasteignaskatti hækki vegna hærra fasteignamats. Ráðgert er að skatttekjur sveitarfélagsins lækki …

Sex hross í óskilum

Eftirtalin hross eru í óskilum hjá Borgarbyggð. Hestur, jarpur u.þ.b.15 vetra. Frostmerktur 11. Handsamaður vestur á Mýrum. Hestur, mósóttur u.þ.b. 4 vertra. Ómerktur. Handsamaður vestur á Mýrum. Hestur, rauður, u.þ.b 16 vetra. Ómerktur. Handsamaður vestur á Mýrum. Hestur, rauður, u.þ.b. 14 vetra. Frostmerktur L2. Handsamaður vestur á Mýrum. Hryssa, rauð, u.þ.b. 4 vetra. Ómerkt. Handsömuð vestur á Mýrum. Hryssa, brún, …

Sorphirðudagatal Borgarbyggðar 2010

Sorphirðudagatal Borgarbyggðar fyrir árið 2010 er tilbúið og verður því dreift með næsta tölublaði Íbúans á öll heimili í sveitarfélaginu. Einnig verður hægt að nálgast það hér á heimasíðu sveitarfélagsins auk annara upplýsinga sem varða sorphirðuna. Sjá hér sorphirðudagatalið.  

Orkuveitan eignast HAB að fullu

Samkomulag hefur tekist á milli Orkuveitu Reykjavíkur og fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisins, um kaup OR á 20% hlut ríkisins í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar (HAB). Á næstu vikum verður rekstur hitaveitunnar sameinaður öðrum veiturekstri Orkuveitunnar. Kaupverðið nam 150 milljónum króna og auk eignarhlutar ríkisins fylgir með í kaupunum nýtingarréttur af Deildartunguhver til 55 ára. HAB var stofnuð árið 1979 af …