9. bekkur bónar og þrífur

febrúar 18, 2010
Nemendur í 9. bekk Grunnskólans í Borgarnesi ætla að þrífa og bóna bíla í húsnæði BM Vallár, laugardaginn 27. febrúar næstkomandi. Krakkarnir eru að safna fyrir útskriftarferð sem farin verður á haustdögum 2010. Þeim sem vilja fá bílinn sinn þrifinn og bónaðann er bent á að hafa samband við Kristinn í síma 617 5313 eða Arnar í síma 617 5303 og panta tíma. Sjá auglýsingu hér.
 

Share: