
Það eru fjölmargir sem taka þátt í sýningunni á einn eða annan hátt, leikarar eru um 20 talsins og fjölmargir aðrir taka þátt í uppsetningunni. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson en hann er leikdeildinni að góðu kunnur enda hefur hann leikstýrt hópnum tvisvar áður.
Æfingar standa yfir þessa dagana í félagsheimilinu Lyngbrekku í Borgarbyggð.