Fréttablaðskassar teknir niður

Fréttablaðskassar sem er að finna í Borgarnesi, verða teknir niður miðvikudaginn 29. desember. Þetta er gert vegna aukinnar hættu á skemmdum um áramótin. Kassarnir verða aftur settir upp á nýju ári.  

Hundrað ár í Borgarnesi

Skömmu fyrir jól minntist Vegagerð ríkisins hundrað ára starfsafmælis í Borgarnesi en það var árið 1910 sem Guðjón Bachmann brúasmiður og verkstjóri fluttist í Borgarnes og hóf þar störf við vegagerð. Af þessu tilefni afhenti stofnunin Byggðasafni Borgarfjarðar líkan af gömlu Hvítárbrúnni, sem þótti á sínum síma mikið verkfræðiafrek og er enn mikil héraðsprýði. Líkanið er í hlutföllunum 1:42 og …

Flugeldasala björgunarsveitanna

Björgunarsveitir í Borgarbyggð verða að vanda með flugeldasölu nú fyrir áramótin. Flugeldasalan er stærsti þátturinn í tekjuöflun björgunarsveitanna. Styðjum þeirra góða starf og kaupum flugeldana í heimabyggð. Björgunarsveitin Ok verður með flugeldasölu í húsi Bútæknideildar á Hvanneyri og í Blómaskálanum á Kleppjárnsreykjum. Björgunarsveitirnar Heiðar og Brák verða með sína sölu í Pétursborg í Brákarey. Opnunartímar eru sem hér segir:   …

Gleðileg jól

Jólakveðja Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum, bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.  

Gjafabréf í sund

Jólagjöfin í ár gæti verið gjafabréf í sund og þrek sem nú er á sérstöku jólatilboði í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi til jóla. Um er að ræða mánaðarkort á 4.500 kr. í stað 5.700 kr. Kortin fást í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar. Verðskrá íþróttamiðstöðva hækkar um áramót að jafnaði um 7% og tekið verður upp barnagjald fyrir aldraða og öryrkja. Munið okkar vinsæla jólabað …

Vegagerðin í Borgarnesi 100 ára

Þriðjudaginn 21. desember verður þess minnst að í ár eru 100 ár síðan Vegagerðin hóf formlega starfsemi í Borgarnesi. Af því tilefni verður opið hús í Safnahúsinu í Borgarnesi þar sem Vegagerðin mun m.a. færa Byggðasafni Borgarfjarðar líkan af Hvítárbrúnni til varðveislu. Húsið opnar kl.16.00.   Allir velkomnir. Vegagerðin og Borgarbyggð    

Líflegt tónlistarlíf í Borgarbyggð

Mjög líflegt tónlistarlíf hefur einkennt aðventuna það sem af er. Fjölmargir kórar, söngvarar, hljómsveitir og tónlistarskólanemar hafa haldið jólatónleika vítt og breytt um héraðið. Í dag og á morgun verða tónleikar í Borgarneskirkju, Landnámssetri og Reykholtskirkju. Náttsöngvar Samkórs Mýramanna og kórs Menntaskólans verða í Borgarneskirkju í kvöld, fimmtudag og hljómsveitin Brother Grass verður í Landnámssetri. Á föstudagskvöld verða jólatónleikar Jóhönnu …

Þetta land á þig – sýning í Safnahúsi

Á morgun, fimmtudaginn 16. des. kl. 17.00 verður opnuð ljósmyndasýning í anddyri bókasafns í Safnahúsi. Um er að ræða myndir úr Borgarfirði, verk Írisar Stefánsdóttur ljósmyndara. Heiti sýningarinnar er úr kvæðinu Fylgd eftir Guðmund Böðvarsson skáld frá Kirkjubóli, en Íris dvaldi oft í Hvítársíðu í sumarhúsi fjölskyldu sinnar og á þaðan góðar minningar. Íris er faglærður ljósmyndari með 3ja ára …

Ljóðlistin blómstrar – Snorrastofa

Bókakynning verður í Bókhlöðu Snorrastofu í kvöld, þriðjudaginn 14. desember kl. 20.30. Kynnt verður heildarútgáfa á verkum Hallgríms Péturssonar og ljóðskáld lesa úr nýjum verkum sínum. Höfundar kvöldsins eru Gerður Kristný, Óskar Árni Óskarsson, Pétur Önundur Andrésson og Þórarinn Eldjárn. Auk þess ritstjórar og aðstandendur útgáfu Hallgríms, Margrét Eggertsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir. Allir velkomnir.    

Björgunarsveitir selja jólatré

Slysavarnadeild Þverárþings og Björgunarsveitin Heiðar, í samvinnu við Skógræktarfélag Borgarfjarðar, verða með sölu á jólatrjám í Daníelslundi laugardaginn 18. desember og sunnudaginn 19. desember kl 11.00-16.00. Björgunarsveitin Ok verður með jólatrésölu í Reykholti sömu daga og Björgunarsveitin Brák opnar jólatrésölu við Húsasmiðjuna í Borgarnesi þann 17. desember kl. 14.00.