Ný sýning í Safnahúsi – stríðsárin í Borgarnesi

janúar 27, 2011
Í anddyri bókasafns hefur nú verið sett upp sýning á ljósmyndum sem teknar voru í Borgarnesi á hernámsárunum 1940-1943.
Sýningin var upprunalega stærri og víðar að, en myndirnar sem hér eru sýndar eru frá Borgarnesi.
Sýningin verður uppi í nokkrar vikur og er opin á afgreiðslutíma bókasafnsins: alla virka daga frá kl. 13-18.
Sýningin er á vegum Ljósmyndasafns Akraness og Safnahúss (Héraðs-skjalasafns) og er Ljósmyndasafni Akraness þakkað gott samstarf um verkefnið sem og ýmislegt fleira gott á liðnum árum.
Uppsetningu önnuðust Magnús Þór Hafsteinsson, Gerður Jóhannsdóttir og Friðþjófur Helgason.
 
Ljósmynd: svæði hersins þar sem Hjálmaklettur (Menntaskólahúsið) stendur nú. Ljósmyndari óþekktur.
 

Share: