Tafir eru á sorphirðu í dreifbýli Borgarbyggðar vegna veikinda starfsfólks Íslenska Gámafélagsins. Vonast er til að veikindin gangi hratt yfir og sorphirða komist í rétt horf sem fyrst.
Fjárréttir í Borgarbyggð haustið 2017
Fyrstu réttir Seinni réttir Oddsstaðarétt 6.sept. kl. 9:00 1.okt. Rauðsgilsrétt 17.sept. kl. 10:00 1.okt. Fljótstungurétt 9 og 10.sept. 23.sept. Nesmelsrétt 2. sept. Þverárrétt 11.sept. kl. 7:00 25. sept. 2.okt. Brekkurétt 10.sept. kl. 10:00 24.sept. Svignaskarðsrétt 11.sept. kl. 10:00 25.sept. 2.okt. Grímsstaðarétt 12.sept. kl. 10:00 25.sept. 2.okt. Hítardalsrétt 11.sept. kl. 9:00 24.sept. 2.okt. Kaldárbakkarétt 3.sept. kl. 11:00 Mýrdalsrétt 19.sept.kl. 16:00 …
Kveldúlfsgatan
„Við hönnun á yfirborði Kveldúlfsgötu í Borgarnesi var gert ráð fyrir tveimur gatnaþrengingum fyrir gangandi vegfarendur við götuna. Önnur var áformuð við Kveldúlfsgötu nr. 5 og hin við Kveldúlfsgötu nr. 19. Markmið gatnaþrenginga er að draga úr umferðarhraða og minnka þannig slysahættu við götuna. Vegna ábendingu frá íbúum við götuna hefur verið hætt við fyrirhugaða þrengingu við Kveldúlfsgötu nr. 5, …
Börn að hefja leikskóladvöl
Aðlögun barna er hafin í leikskólum Borgarbyggðar. Þegar leikskóladvöl barns hefst er mikilvægt að það gerist smám saman svo barnið verði öruggt í nýju umhverfi og njóti sín sem best. Í aðlögun kynnist barnið starfsfólki, öðrum börnum og húsnæði leikskólans. Á aðlögunartímanum eykst öryggi barnsins smám saman og það verður reiðubúið til að taka þátt í starfi leikskólans. Aðlögun er …
Hús Tónlistarskóla Borgarfjarðar – viðhald
Í sumar var unnið að því að skipta um glugga í húsi Tónlistarskóla Borgarfjarðar og að því loknu var húsið málað að utan. Hefur það því tekið stakkaskiptum í útliti enda ekki orðin vanþörf á. Er húsið orðið hið glæsilegasta á 50 ára afmæli skólans sem haldið verður upp á í haust.
Frístundastyrkur
Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni Borgarbyggð minnir á styrki til frístundaiðkunar barna og ungmenna á aldrinum 6-18 ára. Framlagið er kr. 20.000 á ári og er markmið þess að hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í frístundastarfi í Borgarbyggð. Hægt er að nýta frístundastyrk í: skipulagt frístundastarf í Borgarbyggð sem stundað er undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda samfellt …
Kynningarfundur 23. ágúst kl. 17.00 í Hjálmakletti
Grunnskólinn í Borgarnesi Kynningarfundur 23. ágúst kl. 17.00 í Hjálmakletti Boðað er til fundar um fyrirhugaðar framkvæmdir við endurbætur á skólahúsnæðinu og viðbyggingu. Ráðist verður í verulegar endurbætur á núverandi húsnæði á næstunni ásamt því að hafin verður bygging mötuneytis og salar í viðbyggingu við skólann. Dagskrá: Núverandi staða húsnæðis Grunnskólans í Borgarnesi Fulltrúi frá Verkfræðistofunni Eflu Áætlun um …
Umferð hrossa um Vallarás
Sett hafa verið upp skilti við Vallarásinn þar sem tekið er fram að umferð hesta um götuna er bönnuð. Í lögreglusamþykkt fyrir Borgarbyggð er kveðið á um að umferð hesta sé bönnuð innan þéttbýlismarka annarstaðar en á merktum reiðvegum nema með sérstöku leyfi eða samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar. Þetta bann er áréttað sérstaklega varðandi Vallarásinn vegna þeirrar atvinnustarfsemi sem þar fer …
160. fundur sveitarstjórnar – Skýrsla sveitarstjóra
Skýrsla sveitarstjóra sem flutt var á 160. fundi sveitarstjórnar þann 10. ágúst s.l. er nú aðgengileg í fundargerð – eins má finna hana hér. Skýrsla sveitarstjóra fyrir sveitarstjórnarfund
Sameiginlegir endurmenntunardagar kennara í grunnskólum Borgarbyggðar
Þróunarverkefnið „Saman getum við meira“ fer vel af stað. Kennarar grunnskóla Borgarbyggðar taka þátt í verkefninu sem styrkt er af Sprotasjóði og Endurmenntunarsjóði grunnskóla. Verkefnið hófst veturinn 2016-2017 og beinist að teymiskennslu og sóknarfærum í læsis-, stærðfræði- og náttúrufræðikennslu með það að markmiði að bæta kennslu og árangur nemenda. Einnig að auka fjölbreyttni í kennsluháttum. Verkefnastjóri er Dr. Ingvar Sigurgeirsson, …









