
Í dag, föstudaginn 8. september, býður Menntaskóli Borgarfjarðar velunnurum til afmælisfagnaðar í tilefni 10 ára afmælis. Hefst afmælishátíðin kl. 14 og er boðið upp á léttar veitingar að henni lokinni. Skólinn væntir þess að sem flestir sjái sér fært að mæta í tilefni þessara tímamóta í sögu skólans.