Upplýsinga- og lýðræðisnefnd Borgarbyggðar

september 8, 2017
Featured image for “Upplýsinga- og lýðræðisnefnd Borgarbyggðar”

Upplýsinga- og lýðræðisnefnd Borgarbyggðar

Til að styrkja þróun og stöðu upplýsingamála hjá Borgarbyggð og efla enn frekar lýðræðislega umræðu meðal íbúa sveitarfélagsins hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar stofnað nefnd sem skal móta stefnu í upplýsinga- og lýðræðismálum sveitarfélagsins. Nefndin mun starfa til loka kjörtímabilsins. Nefndin er skipuð einum fulltrúa frá hverju framboði sem á fulltrúa í sveitarstjórn og mannauðsstjóri Borgarbyggðar vinnur með nefndinni. Fulltrúarnir eru Magnús Smári Snorrason formaður, Silja Eyrún Steingrímsdóttir varaformaður, Helgi Haukur Hauksson og Rúnar Gíslason. Varamenn eru Inga Björk Bjarnadóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Hjalti Rósinkrans Benediktsson og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir.


Share: