Snemma árs 2016 fórum við á Hnoðrabóli að vinna með vináttuverkefnið sem er forvarnaverkefni gegn einelti fyrir leikskóla og er á vegum Barnaheill- Save the Children á Íslandi. Verkefnið var tekið fyrst í notkun í Danmörku 2007 og var þróað af Mary Fonden og Red Barnet- Save the children í Danmörku. Þar hefur það skilað miklum árangri.
Verkefnið byggir á fjórum grunngildum sem eru umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki.
Blær er stór bangsi sem táknar vináttuna, hann minnir börnin á að gæta hvers annars og er sameiginlegur vinur allra. Börnin fá litla bangsa til að eiga í leikskólanum og hafa þau mörg einnig kallað þá Blær. Þeir bangsar fylgja barninu alla leikskólagönguna og yfir í grunnskólann (Margrét Júlía Rafnsdóttir, 2015).
Hér má nálgast áætlanir vetrarins fyrir samverustundir þar sem unnið verður með Blæ.
Vináttustundir á Rauðu haust 24