Megininntak Leiðtogans í mér er að hver einstaklingur læri að bera ábyrgð á ákvörðunum sínum og noti þá færni til að móta líf sitt til hins betra.
Út frá innleiðingarferli Leiðtogans í mér hafa verið þróaðar aðferðir til að kenna og halda á lofti Venjunum 7 á Hnoðrabóli. Hluti af þessu eru persónuspjöld og vikuleg/dagleg leiðtogahlutverk barnanna. Á persónuspjöldum þeirra kemur fram myndrænt hvað þeim þykir gaman að gera, í hverju þau eru góð og framtíðarstarf/-sýn. Börnin velja/fá leiðtogahlutverk vikulega/dagleg þar sem þeirra framlag er mikilvægt. Til dæmis vagnaleiðtogi (sækir matarvagninn), veðurleiðtogi, dagatalaleiðtogi, bókaleiðtogi og fleira.
Einnig hefur verið þróað ýmist námsefni fyrir kennara og börn tengt Venjunum 7. Þar má helst nefna sögurnar um Bubba björn, Brodd broddgölt, Lilju skúnk, Samma og Soffíu íkorna, Allý fylgifisk og fleiri. Jafnframt er auðvelt að tengja aðrar sögur og þekkt ævintýri við Venjurnar 7. Að minnsta kosti einu sinni á ári er haldinn Leiðtogadagur þar sem börnin eru í aðalhlutverki að sýna gestum hvað þau hafa verið að fást við í leikskólanum.
Nánari upplýsingar hér og hér.
Við vinnum með eina venju á mánuði yfir vetrartímann. Hér má sjá hvernig venjurnar skiptast á mánuði og hvaða bækur við vinnum með með hverri venju: venja mánaðarins 24-25