Útivist – upplýsingar fyrir foreldra
________________________________________
Útivist er öllum mikilvæg. Í aðalnámskrá leikskóla segir að í leikskóla eigi börn að fá tækifæri til fjölbreyttrar hreyfingar og útiveru. Í skóla sem leggur áherslu á daglega hreyfingu og markvisst hreyfiuppeldi sé lagður grunnur að líkamlegri, andlegri og félagslegri velferð til lífstíðar. Einnig segir að í leikskóla beri að stuðla að heilbrigði og vellíðan barna með því að leggja áherslu á m.a. ögrandi og krefjandi útivist.
Við á Hnoðrabóli leggjum mikla áherslu á útivist. Allt árið um kring förum við út a.m.k 1x á dag ef veður mögulega leyfir og kennum þannig börnunum að það er gaman að vera úti í öllum veðrum og alltaf þarf að vera klæddur eftir veðri. Okkur er mjög umhugað um að börnin séu rétt klædd eftir veðri. Hér í húsi er alltaf tekin staðan á hitastigi og vindi og út frá því er ákvörðun tekin hvernig best sé að börnin klæði sig frá degi til dags.
Hlutverk foreldra í útivistaruppeldi leikskólans er að gæta þess að börnin hafi þann búnað með sem þau þurfa hverju sinni. Foreldrar bera ábyrgð á því að yfirfara fatahólf barnanna daglega og að merkja fötin svo þau fari ekki á flakk. Allur útifatnaður fer heim á föstudögu. Mikilvægt er að þrífa útifatnaðinn reglulega.
Þar sem margvísleg kennsla fer fram utandyra getur útifatnaðurinn orðið skítugur, blautur og jafvel blettóttur. Foreldrar eru beðnir að senda börnin ekki með trefla í leikskólann, heldur lambhúshettur eða lausan kraga.Treflar og reimar hafa valdið slysum á börnum.
Í skjalinu hér að ofan er góður listi yfir þann útifatnað sem börnin þurfa að eiga og þau aukaföt sem þurfa að vera til staðar í leikskólanum.