Skólasetning

Kæru foreldrar

Við vonum að allir hafi átt gott sumarfrí og notið sín í sumar en haustið er komið og allt fer í sínar föstu vetrarskorður.

Skólasetningin verður þriðjudaginn 22. ágúst kl. 10:00 í íþróttahúsinu fyrir nemendur 1.-10. bekkjar.

Skólaakstur verður bæði innanbæjar og úr dreifbýli. Við viljum biðja þá sem ekki ætla að nýta sér akstur úr sveitinni að láta vita í sína bíla.
Áætlað er að innanbæjarskólabíll fari úr Sandvík kl. 9:40. Bílar flytja nemendur heim að lokinni skólasetningu.

Við bjóðum foreldra velkomna á skólasetninguna.

Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst

Ef einhverjar spurningar vakna hafið þá samband við skrifstofu skólans í síma 433-7400 eða grunnborg@grunnborg.is

Hlökkum til að sjá ykkur

Júlía Guðjónsdóttir