Þann 18. apríl fór fram undankeppni í Skólahreysti í Laugardalshöll og var lið skólans í 4. riðli í keppninni. Mikil harka var í riðlinum sem var mjög sterkur en þar var meðal annars slegið nýtt Íslandsmet í hreystigreip. Okkar keppendur stóðu sig með prýði og höfðu á bakvið sig öflugt klapplið skólafélaga sinna. Samúel Breki Ontiveros, Freyja Ísfold Guðmundsdóttir, Jón …
Stóra upplestrarkeppnin
Stóra upplestrarkeppni grunnskólanna á Vesturlandi fór fram í Dalabúð, Búðardal þann 16. apríl síðastliðinn. Keppendur voru níu talsins og komu frá Auðarskóla, Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskólanum í Borgarnesi og Heiðarskóla. Lesnir voru textar úr bókinni Hetju eftir Björk Jakobsdóttur og ljóð eftir Braga Valdimar Skúlason. Þá fluttu keppendur ljóð að eigin vali. Dómarar í keppninni voru þau Valdís Einarsdóttir, Jóhanna Sigrún …
Nýsköpun í skólastarfi
Eins og sjá má á þessum myndum voru sýnishorn af verkefnum nemenda úr nýsköpun í 9. bekk til sýnis á glæsilegri ráðstefnu MB, Nýsköpun í skólastarfi, sem fram fór miðvikudaginn 17. apríl. Tilgangurinn með ráðstefnunni var að efla umræðu og vitund um nýjar áherslur og spennandi tækifæri í námi og kennslu á öllum skólastigum. Verkefnin pössuðu vel inn í þær …
Smiðjuhelgi 12. – 13. apríl
Dagana 12. – 13. apríl fór fram smiðjuhelgi hjá unglingastigi. Með smiðjuhelginni er verið að brjóta upp hefðbundið skólastarf en á móti eru krakkarnir einum tíma skemur á viku í skólanum. Boðið var upp á sjö mismunandi námskeið fyrir krakkana og var úrvalið fjölbreytt að velja úr. Smiðjurnar sem voru í boði þessa helgina voru skartgripagerð, austurlensk matargerð, klifur, mosaik …
Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi
Föstudaginn 8.mars fór stór hópur úr unglingadeild í stærðfræðikeppni FVA á Akranesi. Það hefur aldrei verið eins mikil þátttaka eins og í ár og eru við afar ánægð með okkar nemendur, en frá okkur tóku 45 krakkar þátt. Þeir nemendur sem voru í efstu tíu sætunum voru boðnir á verðlaunaafhendingu sl. laugardag og áttum við þar tvo fulltrúa í 8.bekk, …
Litla upplestrarkeppnin 2024
Litla upplestrarkeppnin í 7. bekk var haldin í gær. Keppendur stóðu sig mjög vel. Þeir lásu ljóð að eigin vali og kafla úr bókinni „Af hverju ég ?“ eftir Hjalta Halldórsson. Í 1. sæti varð Heiðrún Inga Jóngeirsdóttir, í 2. sæti Lísa Camila Carneiro Valencio, í 3. sæti Reynir Antonio Þrastarson og í 4. sæti Timoté Chaverot. Dómarar voru Finnbogi …
3. bekkur og himingeimurinn.
Byrjendalæsi – 3. bekkur – himingeimurinn Nemendur 3. bekkjar hafa að undanförnu verið að fræðast um himingeiminn og vinna fjölbreytt verkefni sem samþættist við íslensku, náttúrfræði, samfélagsfræði og upplýsingamennt. Áherslan var á lesskilning, ritun, kyn orða, eintölu og fleirtölu. Verkefnin voru unnin í anda byrjendalæsis og voru ýmist hópa-, para- eða einstaklingsverkefni. Einstaklingsverkefnin voru unnin í stöðvavinnu þar sem …
Árshátíð – undirbúningur (myndir)
Síðustu tvær vikur hafa nemendur verið að undirbúa og æfa fyrir árshátíð skólans sem fór fram í Hjálmakletti í gær. Það er mikil vinna sem fer fram fyrir svona sýningu og hafa allir einhverju hlutverki að gegna þó svo það fari kannski lítið fyrir þeim á sjálfu sýningarkvöldinu. Takk kærlega allir sem gáfu sér tíma til að koma og horfa …
Árshátíð – miðstig (Video)
Þá er komið að síðasta myndbandinu frá undirbúningnum fyrir árshátíðina. Hér er það miðstigið, 5. – 7. bekkur. Árshátíð – miðstig