Stóra Upplestrarkeppnin

Stóra Upplestrarkeppnin var haldin á Varmalandi í Borgarfirði miðvikudaginn 19. mars. En keppnin er samstarfsverkefni nokkurra grunnskóla á Vesturlandi.  Grunnskólinn í Borgarnesi átti tvo fulltrúa, þær Ásdísi Veru Gunnarsdóttur og Sóleyju Rósu Sigurjónsdóttur. Þær stóðu sig báðar með stakri prýði og Sóley Rósa stóð uppi sem sigurvegari keppninnar í ár.

Gjafir frá Öldunni

Aldan er vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þar fer fram starfs- og félagsþjálfun þar sem áhersla er lögð á að viðhalda og auka sjálfstæð vinnubrögð, starfsþrek og félaglega færni. Á síðustu dögunum hefur okkur borist skemmtilegar gjafir frá Öldunni. En Þórður Kárason hefur hannað og smíðað gjafir handa nemendum í  1. – 7. bekk. Þórður lagði mikið upp úr …

Dagur stærðfræðinnar

Haldið er upp á alþjóðlegan dag stærðfræðinnar föstudaginn 14. mars 2025. Dagsetningin er engin tilviljun því hún tengist tölunni pí (3,14) sem er eitt þekktasta tákn stærðfræðinnar. Þemað í ár er stærðfræði, listir og sköpun (e. Mathematics, art, and creativity). Stærðfræði og listir hafa verið samofin í gegnum tíðina. Hvort sem um ræðir samhverfur í náttúrunni, gullinsnið í myndlist, endurtekningu og mynstur í …

Píluval

Nemendum, á unglingastigi, Grunnskólans í Borgarnesi bauðst tækifæri á að velja pílu sem valgrein í vali á þriðja misseri. Kennslan fór fram í pílusalnum á Grillhúsinu í Borgarnesi. Nemendur lærðu helstu grunnatriði pílunnar, svo sem kasttækni, og var einnig farið yfir leikreglur og stigakerfi. Í bland við hefðbundna pílu voru spilaðir skemmtilegir píluleikir t.d. cricket, klukka og morðingi. Í seinustu …

Litla upplestrarkeppnin

  Litla upplestrarkeppni 7.bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi var haldin 4.mars sl. Keppnin er tvískipt. Í fyrri hluta hennar lásu nemendur texta úr bókinni „Af hverju ég ?“ eftir Hjalta Halldórsson. Í seinni hlutanum lásu nemendur ljóð að eigin vali. Allir þátttakendur lögðu sig fram um að gera vel og náðu góðum árangri. Það var sérlega gaman hve margir völdu að …

Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi

Föstudaginn 14. febrúar sl. fór stór hópur úr unglingadeild í stærðfræðikeppni FVA á Akranesi. Við erum afar ánægð með okkar nemendur, en frá okkur tóku 44 þátt. Þeir nemendur sem voru í efstu tíu sætunum fengu boð á verðlaunaafhendingu sl. laugardag og áttum við þar fjóra fulltrúa í 8.bekk, tvo í 9.bekk og fjóra í 10.bekk. Af þessu krökkum áttum …

Dansinn dunar

Febrúar hefur verið dansmánuður hjá okkur í Grunnsk. í Borgarnesi. Alla mánudaga og þriðjudaga í febrúar hefur Jón Pétur danskennari fengið til sín alla árganga í Óðal og hefur þá dansinn dunað. Jón Pétur Úlfljótsson er vel þekktur danskennari og mikill reynslubolti í dansheiminum og þá sérstaklega þegar kemur að því að fara í skóla landsins og kenna ungu fólki …

Samsöngur

Föstudaginn 31.jan komu Óli Flosason og Árni Freyr til okkar  á vegum Listaskóla Borgarfjarðar. Þeir komu og spiluðu á gítar og píanó meðan að 1. b – 7. b sungu lögin Á sprengisandi, Kvæðið um fuglana, Lagið um það sem er bannað og Ég er kominn heim. Þetta er liður sem mun vera einu sinni í mánuði fram í maí …

Dalhallinn heillar

  Eftir að snjórinn féll hafa nokkrir árgangar, ásamt kennurum og stuðningsfulltrúum, brugðið sér með rassaþotur og rennt sér í Dalhallanum. Þetta er þjóðaríþrótt barna í Borgarnesi og hefur verið stundað í mörg ár og alltaf jafn mikið fjör sem fylgir því