Ofurbekkjaleikar 2024

Á föstudaginn síðasta fóru fram hinir árlegu Ofurbekkjaleikar en þar kepptu 8., 9. og 10. bekkur í óhefðbundnum íþróttagreinum. Í ár var keppt í stígvélakasti, reiptogi, grjónapokakasti, óhefðbundnum skotbolta, óhefðbundnu boðhlaupi og í einni grein sem snerist um það að klæða í bol. Úrslit fóru á þann veg að 9. bekkur hlaut Ofurbekkjatitilinn í ár, 10. bekkur varð í öðru …

Gróðursetning hjá 4. og 9. bekk.

Í dag, föstudag, fóru vinabekkirnir 4. og 9. bekkur og gróðursettu tré sunnan við flugvöllinn hér ofan við Borgarnes. Þetta er árlegur viðburður og hefur Grunnskólinn í Borgarnesi í samstarfi við Skógræktarfélag Borgarfjarðar gróðursett tré á vegum Yrkjusjóðsins allt frá árinu 1992. Pavle Estrajher formaður skógræktarfélagsins var með fræðslu fyrir hópinn og hjálpaði þeim við gróðursetninguna. Þau notuðust við gróðursetningargeyspur …

Miðstigsleikar 2024

Hinir árlegu miðstigsleikar, sameiginlegt verkefni samstarfsskólanna Grunnskólans í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar, Heiðarskóla, Reykhólaskóla og Auðarskóla voru haldnir í gær, Þátttakendur voru nemendur í 5. – 7.bekk. Keppnin fór fram hér í Borgarnesi og keppt var í fjórum greinum; langstökki, kúluvarpi, 60 metra hlaupi og fótbolta.  Allt fór vel fram og þátttakendur virtust skemmta sér vel.

Sumarlokun á skrifstofu skólans

Góðan daginn. Skrifstofa skólans lokar þann 21. júní vegna sumarleyfa starfsfólks. Við opnum aftur 6. ágúst kl. 9:00. Skólasetning fer fram 22. ágúst og verður auglýst síðar. Hlökkum til að sjá ykkur í haust.

Lokað 13. júní

Góðan daginn. Skólinn verður lokaður fimmtudaginn 13. júní vegna fundarhalda.

Lokað 6. júní

Góðan daginn. Skólinn verður lokaður í dag, 6. júní, frá hádegi vegna vorferðar starfsmanna. Opnum aftur kl. 10:00 á morgun, föstudag. Hægt verður að nálgast óskilamuni næstu daga í matsal skólans.

Skólaslit 2024

Í dag fóru fram skólaslit hjá 1. – 9. bekk og var hátíðin haldin í Skallagrímsgarði. Krakkarnir marseruðu frá skólanum niður í Skallagrímsgarð undir góðum trommutakti og fóru svo í ratleik og fengu pylsur áður en dagskráin hófst. Dagskráin bauð svo upp á tónlistaratriði og samsöng áður en kynnt var ný stjórn nemendafélagsins og fram fór afhending einkunna. Takk fyrir …

3. bekkur í Litlu-Brákarey

Nemendur 3. bekkjar ásamt kennurum gengu út í Litlu Brákarey í fylgd Finnboga Rögnvaldssonar. Þar fengu krakkarnir að upplifa fuglalífið og skoða æðarvarpið.

Þau tóku til hendinni.

Vikuna 13. – 17. maí síðastliðinn var hreinsivika hjá okkur í skólanum. Tiltektardagurinn okkar ,,Tökum til hendinni“ er eitt af þeim verkefnum sem við höfum tekið okkur fyrir hendur á vorin og felst í því að hreinsa nánasta umhverfi skólans. Svæðinu er þá skipt niður á milli bekkja og skipuleggja nemendur og kennarar hvernig þau munu vinna þetta verk. Þau …

Refaverkefni í 4. bekk.

Nemendur teiknuðu mynd af ref, notuðu svo tæknina til þess að taka mynd og gefa refnum sínum “líf”. Afraksturinn var svo tekinn saman í stuttu myndbandi.