Jólasöngur í Salnum.

Í dag var jólasöngur í Salnum þar sem allir bekkir skólans komu saman og sungu jólalög. Nú fer að líða að jólafríi og er farið að bera á jólaspenningi í krökkunum. Þá er gott að geta aðeins brotið upp hefðbundna kennslustund með smá samveru í Salnum.